Heimta að slökkt verði á eldflaugavarnarkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 10:30 Svokallað THAAD-eldflaugavarnarkerfi, eða Terminal High Altitude Area Defense system. V'isir/AFP Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Norður-Kórea Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira