Innlent

Skutu friðaða fugla og náðust

Benedikt Bóas skrifar
Vísir/Getty
Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti að hafa afskipti af mönnum sem höfðu skotið friðaða fugla í gær. Lögreglan lagði hald á skotvopn mannanna ásamt skotfærum sem og bráðina og verður mál mannanna tekið fyrir hjá embættinu eftir helgina.

Aðeins má veiða svartbak, síla- og silfurmáf og hrafna allt árið en annars er veiðitímabilið yfirleitt til 15. mars á helstu fuglum. svartfugl, eins og álka, langvía, stuttnefja, teista og lundi hafa veiðitímabil til 25. apríl. Veiðigallinn ætti því að vera kominn upp í skáp hjá flestum en í tilkynningu frá lögreglunni er bent á að á vef Umhverfisstofnunar er hægt að afla sér upplýsinga um veiðitímabil fyrir þá sem eru ekki vissir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×