Lífið

Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg

Atli Ísleifsson skrifar
Sverrir Guðnason tekur sig vel út með síða lokka og svitaband.
Sverrir Guðnason tekur sig vel út með síða lokka og svitaband.
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Borg var birt í gær. Myndin fjallar um sænska tennisspilarann Björg Borg þar sem hinn íslenskættaði Sverrir Guðnason tekst á við titilhlutverkið.

Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi.

Í stiklunni má sjá Sverri þar sem kann tekur sig vel út með síðu lokkana og svitabandið. Hinn bandaríski Shia LaBeouf fer með hlutverk John McEnroe en myndin fjallar að stórum hluta um ríg þeirra tveggja.

Með önnur stór hlutverk fara þau Stellan Skarsgård sem leikur Lennart Bergelin, þjálfara Borg, og svo Tuva Novotny sem leikur rúmenska tennisspilarann og unnustu Borg, Mariana Simionescu.

Björn Borg er einn besti tennisspilari sögunnar, og vann meðal annars Wimbledon fimm ár í röð á árunum 1976 til 1980. Þá vann hann Franska opna sex sinnum.

Sjá má stikluna að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.