Símafélögin misstu Iphone umboðið yfir til Epli Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 09:00 Apple samdi við Epli um umboðið fyrir Iphone. Vísir/Anton Brink „Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira