Erlent

Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tova Moberg hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags.
Tova Moberg hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags. Vísir/Getty
Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið.

Víðtæk leit að Tovu fór fram í gær og fannst lík hennar um klukkan hálfþrjú í nótt í vatni við Hälsingland sem er suður af bænum Hudiksvall. Rannsókn lögreglu hafði leitt í ljós að seinast þegar vitað er um ferðir Tovu var hún stödd á þessum slóðum.

Enn á eftir að bera kennsl á líkið og staðfesta að það sé af Tovu en lögreglan er nokkuð viss í sinni sök og hefur meðal annars látið foreldra og aðra ættingja vita af því að lík stúlkunnar sé að öllum líkindum fundið.

Þrír ungir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um að tengjast málinu. Voru þeir handteknir vegna gruns um mannrán.

Uppfært 10:41:

Saksóknarar í Svíþjóð hefur nú staðfest að líkið sé af Tova Moberg. Segja saksóknarar að málið sé rannsakað sem morð. Mennirnir þrír sem eru í haldi lögreglu eru nú grunaðir um að tengjast morðinu á stúlkunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×