Sport

Frjálsíþróttamenn máttu ekki hlýja sér í áhaldageymslunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frjálsíþróttafólkið á Þórsvellinum.
Frjálsíþróttafólkið á Þórsvellinum. mynd/facebook-síða bjarka gíslasonar
Frjálsíþróttamenn á Akureyri eru ekki par sáttir við það viðhorf sem þeir mæta í bænum.

Bjarki Gíslason greinir frá því á Facebook að frjálsíþróttafólkið hafi ekki einu sinni fengið að hlýja sér í áhaldageymslunni á Þórsvelli.

„Og takið eftir að við vorum ekki rekin út úr búningsklefa (sem er einnig bannsvæði fyrir frjálsíþróttamenn) eða félagsaðstöðu, heldur ÁHALDAGEYMSLU! Sem hefur verið okkar griðarstaður á vellinum síðastliðin ár vegna aðstöðuskorts,“ skrifar Andri Fannar Gíslason undir stöðuuppfærslu Bjarka. Hann bætir svo við:

„Þetta er ekki eingöngu knattspyrnuvöllur!! Þrátt fyrir að fótboltaelítan haldi því fram. Þessi völlur er eign akureyrarbæjar og tími til kominn að ráðamenn íþróttamála þar í bæ fari að hysja upp um sig buxurnar og sjá að það eru stundaðar fleiri íþróttir en knattleikir í okkar góða bæjarfélagi!“

Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson deilir þessari færslu og segir að þetta sé ástæðan fyrir því að hann hafi pakkað í töskur og flutt frá Akureyri.

„Virkilega leiðinlegt hvað maður þarf að berjast fyrir því að geta æft íþróttina sína. Ætti kannski að sparka í bolta á undan mér svo það sé tekið mark á því maður ætlar sér að gera,“ segir Kolbeinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×