Sport

Júlían fékk brons í hnéybeygju | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Júlían J.K. Jóhannsson.
Júlían J.K. Jóhannsson. vísir/ernir
Júlían J.K. Jóhannsson vann til bronsverðlauna í hnéybeygju á Evrópumeistaramóti fullorðinna í kraftlytingum en mótið fór fram á Málaga á Spáni.

Júlían féll úr keppni í bekkpressukeppninni og tók því ekki þátt í keppni í réttstöðulyftu.

Júlían náði að lyfa 402,5 kg í hnébeygju sem dugði til bronsverðlauna í hans flokki en hann keppir í +125 kg flokki.

„Mótið gekk ekki upp eins og ég hafði lagt upp með en svona er þetas tundum. Þetta var ágætis æfing fyrir næsta mot, Heimsleikana,“ skrifar Júlían á Facebook-síðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×