Fjármálaráðherra boðar aðgerðir gegn skattundanskotum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. maí 2017 20:48 Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum. Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum.
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira