Ávísunum á Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 18:30 Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Melatónín og aukinn innflutning þess til landsins að undanförnu. Þar kom fram að tollstjóri hafi stöðvað rúmlega 60 sendingar á árinu sem koma aðallega frá Bandaríkjunum í gegn um netverslanir en þar er lyfið markaðssett sem fæðubótarefni og er ekki lyfseðilsskylt. Melatonín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Lyfið er ætlað til skamms tíma við svefnvanda hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára og eldri. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga neyti lyfsins, hvort sem þeir verði sér úti um það erlendis þar sem það er selt í lausasölu eða því ávísað af læknum en á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt. „Það hefur átt sér stað mikil aukning í ávísunum Melatóníns síðustu ár. Frá 2012 til 2016 sjáum við að heildarávísanir aukast um 134 %,“ segir Ólafur B. Einarsson. Embætti landlæknis hefur bent á að lyfið hafi áhrif áýmis kerfi í líkama fólks og eru sérstakar áhyggjur af lyfjagjöf til barna þar sem langtímaáhrif eru ekki kunn „Það er mikið verið aðávísa þessu á börn áÍslandi og þegar við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sjáum við að við erum umtalsvert hærri íávísunum til barna,“ segir Ólafur. Ávísanir til barna hafa aukist mikið undanfarin ár eins og sjá mááþessu grafi.Frá 2004 til 2007 var fjöldi ávísana á svefnlyf hverfandi en frá 2008 til 2015 má segja að sprenging hafi átt sér staðíávísununum til barna. Aukningin er mest hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. Svefnlyfinu sem ávísað er er svo til eingöngu hormónið melatónín. „Vissulega er þetta áhyggjuefni því aðí sérlyfjaskrá segir aðþetta lyf sé ekki ætlað börnum og það eru nýlegar dýrarannsóknir sem benda til þess að Melatónín hafi áhrif á kynþroska hjá börnum,“ segir Ólafur og bætir við aðþað séu börn sem fá ADHD lyf sem séu líklegri til að fá Melatónín. Ólafur segir að óvissa ríki um öryggi lyfsins. „Það er eiginlega það sama með alla aldurshópa. Það skortir allar rannsóknir sem sýna fram á langtímaáhrif Melatóníns,“ segir Ólafur. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Melatónín og aukinn innflutning þess til landsins að undanförnu. Þar kom fram að tollstjóri hafi stöðvað rúmlega 60 sendingar á árinu sem koma aðallega frá Bandaríkjunum í gegn um netverslanir en þar er lyfið markaðssett sem fæðubótarefni og er ekki lyfseðilsskylt. Melatonín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Lyfið er ætlað til skamms tíma við svefnvanda hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára og eldri. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga neyti lyfsins, hvort sem þeir verði sér úti um það erlendis þar sem það er selt í lausasölu eða því ávísað af læknum en á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt. „Það hefur átt sér stað mikil aukning í ávísunum Melatóníns síðustu ár. Frá 2012 til 2016 sjáum við að heildarávísanir aukast um 134 %,“ segir Ólafur B. Einarsson. Embætti landlæknis hefur bent á að lyfið hafi áhrif áýmis kerfi í líkama fólks og eru sérstakar áhyggjur af lyfjagjöf til barna þar sem langtímaáhrif eru ekki kunn „Það er mikið verið aðávísa þessu á börn áÍslandi og þegar við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sjáum við að við erum umtalsvert hærri íávísunum til barna,“ segir Ólafur. Ávísanir til barna hafa aukist mikið undanfarin ár eins og sjá mááþessu grafi.Frá 2004 til 2007 var fjöldi ávísana á svefnlyf hverfandi en frá 2008 til 2015 má segja að sprenging hafi átt sér staðíávísununum til barna. Aukningin er mest hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. Svefnlyfinu sem ávísað er er svo til eingöngu hormónið melatónín. „Vissulega er þetta áhyggjuefni því aðí sérlyfjaskrá segir aðþetta lyf sé ekki ætlað börnum og það eru nýlegar dýrarannsóknir sem benda til þess að Melatónín hafi áhrif á kynþroska hjá börnum,“ segir Ólafur og bætir við aðþað séu börn sem fá ADHD lyf sem séu líklegri til að fá Melatónín. Ólafur segir að óvissa ríki um öryggi lyfsins. „Það er eiginlega það sama með alla aldurshópa. Það skortir allar rannsóknir sem sýna fram á langtímaáhrif Melatóníns,“ segir Ólafur.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira