Ávísunum á Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 18:30 Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Melatónín og aukinn innflutning þess til landsins að undanförnu. Þar kom fram að tollstjóri hafi stöðvað rúmlega 60 sendingar á árinu sem koma aðallega frá Bandaríkjunum í gegn um netverslanir en þar er lyfið markaðssett sem fæðubótarefni og er ekki lyfseðilsskylt. Melatonín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Lyfið er ætlað til skamms tíma við svefnvanda hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára og eldri. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga neyti lyfsins, hvort sem þeir verði sér úti um það erlendis þar sem það er selt í lausasölu eða því ávísað af læknum en á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt. „Það hefur átt sér stað mikil aukning í ávísunum Melatóníns síðustu ár. Frá 2012 til 2016 sjáum við að heildarávísanir aukast um 134 %,“ segir Ólafur B. Einarsson. Embætti landlæknis hefur bent á að lyfið hafi áhrif áýmis kerfi í líkama fólks og eru sérstakar áhyggjur af lyfjagjöf til barna þar sem langtímaáhrif eru ekki kunn „Það er mikið verið aðávísa þessu á börn áÍslandi og þegar við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sjáum við að við erum umtalsvert hærri íávísunum til barna,“ segir Ólafur. Ávísanir til barna hafa aukist mikið undanfarin ár eins og sjá mááþessu grafi.Frá 2004 til 2007 var fjöldi ávísana á svefnlyf hverfandi en frá 2008 til 2015 má segja að sprenging hafi átt sér staðíávísununum til barna. Aukningin er mest hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. Svefnlyfinu sem ávísað er er svo til eingöngu hormónið melatónín. „Vissulega er þetta áhyggjuefni því aðí sérlyfjaskrá segir aðþetta lyf sé ekki ætlað börnum og það eru nýlegar dýrarannsóknir sem benda til þess að Melatónín hafi áhrif á kynþroska hjá börnum,“ segir Ólafur og bætir við aðþað séu börn sem fá ADHD lyf sem séu líklegri til að fá Melatónín. Ólafur segir að óvissa ríki um öryggi lyfsins. „Það er eiginlega það sama með alla aldurshópa. Það skortir allar rannsóknir sem sýna fram á langtímaáhrif Melatóníns,“ segir Ólafur. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Melatónín og aukinn innflutning þess til landsins að undanförnu. Þar kom fram að tollstjóri hafi stöðvað rúmlega 60 sendingar á árinu sem koma aðallega frá Bandaríkjunum í gegn um netverslanir en þar er lyfið markaðssett sem fæðubótarefni og er ekki lyfseðilsskylt. Melatonín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Lyfið er ætlað til skamms tíma við svefnvanda hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára og eldri. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga neyti lyfsins, hvort sem þeir verði sér úti um það erlendis þar sem það er selt í lausasölu eða því ávísað af læknum en á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt. „Það hefur átt sér stað mikil aukning í ávísunum Melatóníns síðustu ár. Frá 2012 til 2016 sjáum við að heildarávísanir aukast um 134 %,“ segir Ólafur B. Einarsson. Embætti landlæknis hefur bent á að lyfið hafi áhrif áýmis kerfi í líkama fólks og eru sérstakar áhyggjur af lyfjagjöf til barna þar sem langtímaáhrif eru ekki kunn „Það er mikið verið aðávísa þessu á börn áÍslandi og þegar við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sjáum við að við erum umtalsvert hærri íávísunum til barna,“ segir Ólafur. Ávísanir til barna hafa aukist mikið undanfarin ár eins og sjá mááþessu grafi.Frá 2004 til 2007 var fjöldi ávísana á svefnlyf hverfandi en frá 2008 til 2015 má segja að sprenging hafi átt sér staðíávísununum til barna. Aukningin er mest hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. Svefnlyfinu sem ávísað er er svo til eingöngu hormónið melatónín. „Vissulega er þetta áhyggjuefni því aðí sérlyfjaskrá segir aðþetta lyf sé ekki ætlað börnum og það eru nýlegar dýrarannsóknir sem benda til þess að Melatónín hafi áhrif á kynþroska hjá börnum,“ segir Ólafur og bætir við aðþað séu börn sem fá ADHD lyf sem séu líklegri til að fá Melatónín. Ólafur segir að óvissa ríki um öryggi lyfsins. „Það er eiginlega það sama með alla aldurshópa. Það skortir allar rannsóknir sem sýna fram á langtímaáhrif Melatóníns,“ segir Ólafur.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira