Fótbolti

Sjötti þjálfarinn á tveimur árum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peter Lim, eigandi Valencia, er ekki sá þolinmóðasti í bransanum.
Peter Lim, eigandi Valencia, er ekki sá þolinmóðasti í bransanum. vísir/getty
Eigandi Valencia, Peter Lim, skiptir nánast um þjálfara eins og nærbuxur. Hann er nú búinn að ráða sinn sjötta þjálfara á aðeins tveimur árum.

Nú hefur Marcelino Garcia Toral, fyrrum þjálfari Sevilla og Villarreal, ákveðið að henda sér í djúpu laugina og taka slaginn með Lim.

Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið en miðað við reynsluna er frekar ólíklegt að hann nái að klára þann samning.

Bráðabirgðaþjálfarinn Voro mun klára tímabilið með liðinu og Toral tekur svo við í sumar.

Lim rak þjálfara félagsins eftir aðeins fjóra leiki í upphafi tímabilsins. Fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, Cesare Prandelli, tók þá við en gafst upp eftir tíu leiki. Þá tók Voro við.

Gary Neville var þjálfari hjá félaginu á síðasta ári en fékk sparkið eftir tæpa fjóra mánuði í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×