Spurs rassskellti Harden og félaga og sendi þá í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 07:30 LaMarcus Aldridge treður hér boltanum í körfuna í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira