Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2017 11:18 Robin og Christian eru sagðir hafa orðið hinum fjögurra ára Kevin að bana árið 1998. Þeir hafa alltaf efast um sekt sína. Skjáskot SVT Nítján ár eru nú liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina og hafa saksóknarar nú verið ákveðið, í ljósi nýrra upplýsinga, að rannsaka málið á nýjan leik. Sænska ríkissjónvarpið SVT sýndi í gærkvöldi annan þáttinn af þremur um málið þar sem Dan Josefsson, fréttamaður fréttaskýringaþáttarins Dokument Inifrån, hefur rætt við bræðurna, foreldra þeirra og þá sem komu að rannsókninni. Eru birt myndskeið frá yfirheyrslum lögreglumanna yfir drengjunum þar sem þeir eru spurðir leiðandi spurninga um atburðina.Fannst á palli í háu grasi við vatnið Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Afi drengsins hafði þá komið að barnabarni sínu sem hafði þá verið saknað í fjóra tíma. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hafi drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Þá var hann með sár á líkama sem leiddi til að lögregla hóf fyrst leit að kynferðisbrotamanni. Líkið hafði fundist um þrjátíu metrum frá þeim stað sem talið er að hann hafi verið drepinn.120 börn yfirheyrð Lögregla yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna í tengslum við málið, en mörg börn höfðu verið að leik skammt frá vatninu á þessum sumardegi. Á fyrstu dögum rannsóknarinnar beindi lögregla sérstaklega sjónum sínum að vinum Kevin. Eftir um tveggja mánaða rannsókn greindi lögregla, sem hafði verið undir miklum þrýstingi að leysa málið, að fimm og sjö ára bræður frá bænum hafi orðið valdir að dauða Kevin, en sést hafði til þeirra með Kevin fyrr um daginn örlagaríka. Á fréttamannafundi á haustdögum 1998 greindi lögreglumaðurinn Rolf Sandberg, sem stýrði rannsókninni, að bræðurnir hafi viðurkennt að hafa banað Kevin. Þó voru engin tæknileg sönnunargögn sem bendluðu drengina við morðið. Vegna ungs aldurs hlutu bræðurnir engan dóm.Bræðurnir Christian og Robin ræða nú í fyrsta sinn opinberlega um málið. Þeir eru nú 25 og 23 ára gamlir.Skjáskot SVTYfirheyrðir í 31 tíma Málið vakti skiljanlega gríðarlega athygli í Svíþjóð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem barn hafði orðið öðru barni að bana í landinu. Eftir að „játning“ bræðranna lá fyrir var hins vegar lítið sem ekkert fjallað um málið. Þar til nú. Þeir lögfræðingar og sérfræðingar sem fréttamaðurinn Josefsson hefur rætt við segja að „játning“ bræðranna sé á engan hátt trúverðug og að fjölmargt megi setja út á rannsókn lögreglu. Bræðurnir voru yfirheyrðir í alls 31 klukkutíma, í langan tíma í senn og yfir tveggja mánaða tímabil. Á myndbandsupptökunum af yfirheyrslunum, sem hafa fyrst nú komið fyrir sjónir almennings, má sjá Sandberg koma inn í yfirheyrsluherbergið og spyrja fimm ára drenginn leiðandi spurninga og breyta tón sínum allt eftir því hvaða svör drengirnir gáfu hverju sinni. Drengirnir breyttu frásögn sinni af atburðum dagsins í sífellu og lögfræðingur fjölskyldunnar var ekki viðstaddur yfirheyrslurnar.Hafa ávallt efast um sekt sína Bræðurnir Christian og Robin, sem nú eru 25 og 23 ára gamlir, segjast í þáttunum alltaf hafa efast um að hafa verið valdir að dauða Kevin. Segja þeir að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi frá lögreglunni á sínum tíma að viðurkenna morðið. Saksóknari í Karlstad greindi frá því í gær að í ljósi nýrra upplýsinga hafi verið ákveðið að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Nítján ár eru nú liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina og hafa saksóknarar nú verið ákveðið, í ljósi nýrra upplýsinga, að rannsaka málið á nýjan leik. Sænska ríkissjónvarpið SVT sýndi í gærkvöldi annan þáttinn af þremur um málið þar sem Dan Josefsson, fréttamaður fréttaskýringaþáttarins Dokument Inifrån, hefur rætt við bræðurna, foreldra þeirra og þá sem komu að rannsókninni. Eru birt myndskeið frá yfirheyrslum lögreglumanna yfir drengjunum þar sem þeir eru spurðir leiðandi spurninga um atburðina.Fannst á palli í háu grasi við vatnið Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Afi drengsins hafði þá komið að barnabarni sínu sem hafði þá verið saknað í fjóra tíma. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hafi drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Þá var hann með sár á líkama sem leiddi til að lögregla hóf fyrst leit að kynferðisbrotamanni. Líkið hafði fundist um þrjátíu metrum frá þeim stað sem talið er að hann hafi verið drepinn.120 börn yfirheyrð Lögregla yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna í tengslum við málið, en mörg börn höfðu verið að leik skammt frá vatninu á þessum sumardegi. Á fyrstu dögum rannsóknarinnar beindi lögregla sérstaklega sjónum sínum að vinum Kevin. Eftir um tveggja mánaða rannsókn greindi lögregla, sem hafði verið undir miklum þrýstingi að leysa málið, að fimm og sjö ára bræður frá bænum hafi orðið valdir að dauða Kevin, en sést hafði til þeirra með Kevin fyrr um daginn örlagaríka. Á fréttamannafundi á haustdögum 1998 greindi lögreglumaðurinn Rolf Sandberg, sem stýrði rannsókninni, að bræðurnir hafi viðurkennt að hafa banað Kevin. Þó voru engin tæknileg sönnunargögn sem bendluðu drengina við morðið. Vegna ungs aldurs hlutu bræðurnir engan dóm.Bræðurnir Christian og Robin ræða nú í fyrsta sinn opinberlega um málið. Þeir eru nú 25 og 23 ára gamlir.Skjáskot SVTYfirheyrðir í 31 tíma Málið vakti skiljanlega gríðarlega athygli í Svíþjóð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem barn hafði orðið öðru barni að bana í landinu. Eftir að „játning“ bræðranna lá fyrir var hins vegar lítið sem ekkert fjallað um málið. Þar til nú. Þeir lögfræðingar og sérfræðingar sem fréttamaðurinn Josefsson hefur rætt við segja að „játning“ bræðranna sé á engan hátt trúverðug og að fjölmargt megi setja út á rannsókn lögreglu. Bræðurnir voru yfirheyrðir í alls 31 klukkutíma, í langan tíma í senn og yfir tveggja mánaða tímabil. Á myndbandsupptökunum af yfirheyrslunum, sem hafa fyrst nú komið fyrir sjónir almennings, má sjá Sandberg koma inn í yfirheyrsluherbergið og spyrja fimm ára drenginn leiðandi spurninga og breyta tón sínum allt eftir því hvaða svör drengirnir gáfu hverju sinni. Drengirnir breyttu frásögn sinni af atburðum dagsins í sífellu og lögfræðingur fjölskyldunnar var ekki viðstaddur yfirheyrslurnar.Hafa ávallt efast um sekt sína Bræðurnir Christian og Robin, sem nú eru 25 og 23 ára gamlir, segjast í þáttunum alltaf hafa efast um að hafa verið valdir að dauða Kevin. Segja þeir að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi frá lögreglunni á sínum tíma að viðurkenna morðið. Saksóknari í Karlstad greindi frá því í gær að í ljósi nýrra upplýsinga hafi verið ákveðið að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira