Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2017 23:08 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna eða FBI, var rekinn vegna þess að hann gat ekki fullvissað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um hollustu sína og vegna aukinna umsvifa rannsóknar FBI á meintu samráði framboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segja heimildarmenn CNN sem þekkja vel til Comey.Comey hafði reitt forsetann til reiði á undanförnum mánuðum, en heimildarmenn Reuters segja reiðina hafa stigmagnast þegar Comey neitaði að fara yfir það með starfsmönnum Hvíta hússins hvað hann ætlaði að segja þegar hann fór á fund þingmanna fyrr í mánuðinum vegna rannsóknarinnar. Brottreksturinn hefur valdið miklum óróa í Washington, en þetta er einungis í annað sinn sem að forseti rekur yfirmann FBI. Demókratar og jafnvel einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins óttast að Trump hafi með brottrekstrinum verið að grafa undir áðurnefndri rannsókn. Þá hafa margir notað brottreksturinn til að kalla eftir sjálfstæðri rannsókn á tengslum Trump og yfirvalda í Rússlandi. Leiðtogar meðal repúblikana taka það hins vegar ekki í mál.Sjá einnig: Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna RússarannsóknarMismunandi ástæður Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í bréfi sínu til Trump að ástæða þess að reka ætti Comey væri meðferð hans á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna. Einnig sú ástæða nefnd að Comey hefði komið illa fram við Clinton. Á þeim tíma hrósuðu þó bæði Trump og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Comey fyrir ummæli sín. Fyrir einungis viku sagði Trump að Comey hefði komið of vel fram við hana, en ekki of illa. Þegar Trump sjálfur var spurður í dag af hverju hann hefði rekið Comey sagði hann að Comey hefði staðið sig illa í starfi sínu. Talskona Trump sagði í kvöld að Trump hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Trump varð þó reiður Comey þegar hann lagði til að Clinton yrði ekki ákærð. Þá reiddist forsetinn verulega þegar Comey neitaði að styðja yfirlýsingar forsetans um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði látið njósna um Trump í kosningabaráttunni. Þá hafði Comey þar að auki reitt forsetann til reiði þegar hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að meint samráð framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi væri til rannsóknar.Fyrrverandi starfsmenn FBI reiðir Mikil reiði ríkir meðal fyrrverandi starfsmanna alríkislögreglunnar sem segjast óttast að brottrekstur Comey muni hafa mikil áhrif á Rússarannsóknina. Þá segja þeir að illa hafi verið staðið að brottrekstrinum, en Comey frétti fyrst af því að hann hefði verið rekinn í fjölmiðlum. Bobby Chacron settist í helgan stein árið 2014 en hann sagði Guardian að hann hefði rætt við nokkra starfsmenn FBI sem voru með Comey þegar fregnirnar bárust. Chacron segir að þeir hafi verið sammála um að Comey hefði átt símtal skilið og að þetta líti út eins og tilgangurinn hafi verið að niðurlægja hann. Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna eða FBI, var rekinn vegna þess að hann gat ekki fullvissað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um hollustu sína og vegna aukinna umsvifa rannsóknar FBI á meintu samráði framboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segja heimildarmenn CNN sem þekkja vel til Comey.Comey hafði reitt forsetann til reiði á undanförnum mánuðum, en heimildarmenn Reuters segja reiðina hafa stigmagnast þegar Comey neitaði að fara yfir það með starfsmönnum Hvíta hússins hvað hann ætlaði að segja þegar hann fór á fund þingmanna fyrr í mánuðinum vegna rannsóknarinnar. Brottreksturinn hefur valdið miklum óróa í Washington, en þetta er einungis í annað sinn sem að forseti rekur yfirmann FBI. Demókratar og jafnvel einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins óttast að Trump hafi með brottrekstrinum verið að grafa undir áðurnefndri rannsókn. Þá hafa margir notað brottreksturinn til að kalla eftir sjálfstæðri rannsókn á tengslum Trump og yfirvalda í Rússlandi. Leiðtogar meðal repúblikana taka það hins vegar ekki í mál.Sjá einnig: Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna RússarannsóknarMismunandi ástæður Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í bréfi sínu til Trump að ástæða þess að reka ætti Comey væri meðferð hans á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna. Einnig sú ástæða nefnd að Comey hefði komið illa fram við Clinton. Á þeim tíma hrósuðu þó bæði Trump og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Comey fyrir ummæli sín. Fyrir einungis viku sagði Trump að Comey hefði komið of vel fram við hana, en ekki of illa. Þegar Trump sjálfur var spurður í dag af hverju hann hefði rekið Comey sagði hann að Comey hefði staðið sig illa í starfi sínu. Talskona Trump sagði í kvöld að Trump hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Trump varð þó reiður Comey þegar hann lagði til að Clinton yrði ekki ákærð. Þá reiddist forsetinn verulega þegar Comey neitaði að styðja yfirlýsingar forsetans um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði látið njósna um Trump í kosningabaráttunni. Þá hafði Comey þar að auki reitt forsetann til reiði þegar hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að meint samráð framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi væri til rannsóknar.Fyrrverandi starfsmenn FBI reiðir Mikil reiði ríkir meðal fyrrverandi starfsmanna alríkislögreglunnar sem segjast óttast að brottrekstur Comey muni hafa mikil áhrif á Rússarannsóknina. Þá segja þeir að illa hafi verið staðið að brottrekstrinum, en Comey frétti fyrst af því að hann hefði verið rekinn í fjölmiðlum. Bobby Chacron settist í helgan stein árið 2014 en hann sagði Guardian að hann hefði rætt við nokkra starfsmenn FBI sem voru með Comey þegar fregnirnar bárust. Chacron segir að þeir hafi verið sammála um að Comey hefði átt símtal skilið og að þetta líti út eins og tilgangurinn hafi verið að niðurlægja hann.
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30
Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50