Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2017 23:08 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna eða FBI, var rekinn vegna þess að hann gat ekki fullvissað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um hollustu sína og vegna aukinna umsvifa rannsóknar FBI á meintu samráði framboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segja heimildarmenn CNN sem þekkja vel til Comey.Comey hafði reitt forsetann til reiði á undanförnum mánuðum, en heimildarmenn Reuters segja reiðina hafa stigmagnast þegar Comey neitaði að fara yfir það með starfsmönnum Hvíta hússins hvað hann ætlaði að segja þegar hann fór á fund þingmanna fyrr í mánuðinum vegna rannsóknarinnar. Brottreksturinn hefur valdið miklum óróa í Washington, en þetta er einungis í annað sinn sem að forseti rekur yfirmann FBI. Demókratar og jafnvel einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins óttast að Trump hafi með brottrekstrinum verið að grafa undir áðurnefndri rannsókn. Þá hafa margir notað brottreksturinn til að kalla eftir sjálfstæðri rannsókn á tengslum Trump og yfirvalda í Rússlandi. Leiðtogar meðal repúblikana taka það hins vegar ekki í mál.Sjá einnig: Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna RússarannsóknarMismunandi ástæður Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í bréfi sínu til Trump að ástæða þess að reka ætti Comey væri meðferð hans á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna. Einnig sú ástæða nefnd að Comey hefði komið illa fram við Clinton. Á þeim tíma hrósuðu þó bæði Trump og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Comey fyrir ummæli sín. Fyrir einungis viku sagði Trump að Comey hefði komið of vel fram við hana, en ekki of illa. Þegar Trump sjálfur var spurður í dag af hverju hann hefði rekið Comey sagði hann að Comey hefði staðið sig illa í starfi sínu. Talskona Trump sagði í kvöld að Trump hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Trump varð þó reiður Comey þegar hann lagði til að Clinton yrði ekki ákærð. Þá reiddist forsetinn verulega þegar Comey neitaði að styðja yfirlýsingar forsetans um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði látið njósna um Trump í kosningabaráttunni. Þá hafði Comey þar að auki reitt forsetann til reiði þegar hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að meint samráð framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi væri til rannsóknar.Fyrrverandi starfsmenn FBI reiðir Mikil reiði ríkir meðal fyrrverandi starfsmanna alríkislögreglunnar sem segjast óttast að brottrekstur Comey muni hafa mikil áhrif á Rússarannsóknina. Þá segja þeir að illa hafi verið staðið að brottrekstrinum, en Comey frétti fyrst af því að hann hefði verið rekinn í fjölmiðlum. Bobby Chacron settist í helgan stein árið 2014 en hann sagði Guardian að hann hefði rætt við nokkra starfsmenn FBI sem voru með Comey þegar fregnirnar bárust. Chacron segir að þeir hafi verið sammála um að Comey hefði átt símtal skilið og að þetta líti út eins og tilgangurinn hafi verið að niðurlægja hann. Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna eða FBI, var rekinn vegna þess að hann gat ekki fullvissað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um hollustu sína og vegna aukinna umsvifa rannsóknar FBI á meintu samráði framboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segja heimildarmenn CNN sem þekkja vel til Comey.Comey hafði reitt forsetann til reiði á undanförnum mánuðum, en heimildarmenn Reuters segja reiðina hafa stigmagnast þegar Comey neitaði að fara yfir það með starfsmönnum Hvíta hússins hvað hann ætlaði að segja þegar hann fór á fund þingmanna fyrr í mánuðinum vegna rannsóknarinnar. Brottreksturinn hefur valdið miklum óróa í Washington, en þetta er einungis í annað sinn sem að forseti rekur yfirmann FBI. Demókratar og jafnvel einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins óttast að Trump hafi með brottrekstrinum verið að grafa undir áðurnefndri rannsókn. Þá hafa margir notað brottreksturinn til að kalla eftir sjálfstæðri rannsókn á tengslum Trump og yfirvalda í Rússlandi. Leiðtogar meðal repúblikana taka það hins vegar ekki í mál.Sjá einnig: Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna RússarannsóknarMismunandi ástæður Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í bréfi sínu til Trump að ástæða þess að reka ætti Comey væri meðferð hans á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna. Einnig sú ástæða nefnd að Comey hefði komið illa fram við Clinton. Á þeim tíma hrósuðu þó bæði Trump og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Comey fyrir ummæli sín. Fyrir einungis viku sagði Trump að Comey hefði komið of vel fram við hana, en ekki of illa. Þegar Trump sjálfur var spurður í dag af hverju hann hefði rekið Comey sagði hann að Comey hefði staðið sig illa í starfi sínu. Talskona Trump sagði í kvöld að Trump hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Trump varð þó reiður Comey þegar hann lagði til að Clinton yrði ekki ákærð. Þá reiddist forsetinn verulega þegar Comey neitaði að styðja yfirlýsingar forsetans um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði látið njósna um Trump í kosningabaráttunni. Þá hafði Comey þar að auki reitt forsetann til reiði þegar hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að meint samráð framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi væri til rannsóknar.Fyrrverandi starfsmenn FBI reiðir Mikil reiði ríkir meðal fyrrverandi starfsmanna alríkislögreglunnar sem segjast óttast að brottrekstur Comey muni hafa mikil áhrif á Rússarannsóknina. Þá segja þeir að illa hafi verið staðið að brottrekstrinum, en Comey frétti fyrst af því að hann hefði verið rekinn í fjölmiðlum. Bobby Chacron settist í helgan stein árið 2014 en hann sagði Guardian að hann hefði rætt við nokkra starfsmenn FBI sem voru með Comey þegar fregnirnar bárust. Chacron segir að þeir hafi verið sammála um að Comey hefði átt símtal skilið og að þetta líti út eins og tilgangurinn hafi verið að niðurlægja hann.
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30
Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50