Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 18:26 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA óskar Íslendingum til hamingju með komu Costco hingað til lands. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. Þá segir hann almenning hafa innistæðu fyrir því að vera reiður út í verðlagningu verslana miðað við það verð sem Costco er að bjóða en vöruverð þar er mun lægra en Íslendingar hafa átt að venjast. „Ég var nú búinn að tala um það nokkrum sinnum í viðtölum að ég hefði miklar væntingar til Costco og að þeir myndu breyta módelinu hérna og það er nokkuð sérstakt hvað forsvarsmanna stórra fyrirtækja voru að tala þetta niður en allar mínar góðu spár hafa gengið eftir og rúmlega það. Þetta verð sem þeir eru að sýna og bjóða bæði á bensíninu og síðan á vörum er algjörlega frábært. [...] Ég tek ofan fyrir Costco-mönnum og óska íslensku þjóðinni til hamingju með þessa innkomu sem er alveg frábær og mun án efa breyta landslaginu varanlega og verulega “ sagði Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Lágt gengi pundsins hefur áhrif á verðlagið í Costco Hann sagðist telja að Costco-menn væru ekki alveg búnir að átta sig á því hvernig landið lægi hér varðandi vöruverð en Þórarinn sagðist hafa heyrt það frá Costco-mönnum að opnunin hér væri sú stærsta í sögu fyrirtækisins. Þó hefðu þeir gert mistök með því að selja vatnsflöskuna á 11 krónur þegar skilagjaldið er 16 krónur og þá hefði það áhrif á vöruverðið að þeir væru að gera út frá Englandi og gengi pundsins hefði þau áhrif að þeir gætu boðið lægra verð. „Það er ekki gefið að það verði endalaust áfram. Eftir hálft ár eða ár munum við sjá betur nákvæmlega hvar þeir standa en þeir munu samt vera áfram ódýrari.“Ekki alltaf sanngjarn verðsamanburður Þórarinn sagði að stundum væri verðsamanburður fólks á vörum sem það keypti í Costco og svo annars staðar ekki alveg sanngjarn og tók dæmi um Söru Oskarsson, varaþingmann Pírata. Hún sagði frá tveimur lítrum af freyðibaði sem hún keypti í Costco á tæpar 600 krónur en hálfur lítri af freyðibaðinu kostaði svo tæpar 1400 krónur úti í apóteki.„Það er alveg ljóst að maður fer ekki í apótek til að gera góð kaup. [...] Þetta er pínu óvægið og ekki alveg sanngjarnt fyrir utan það að ég er ekkert viss um að þetta apótek hafi verið eitthvað að okra rosalega á þessu freyðibaði,“ sagði Þórarinn. Hann var þá spurður að því hvort að það væri ekki innistæða fyrir reiði almennings vegna varðlagningar á vörum hér á landi. „Jú, ég er alveg á því og ég hef sagt það áður að ég tel íslenska verslun eiga mjög lítið inni hjá neytendum. Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi og fólk hefur almennt fundið það og vitað það og mjög margir hafa verið að bíða eftir að Costco kæmi. Það er innistæða fyrir þessu en við þurfum að stíga varlega niður – það eru manneskjur á bak við þessi fyrirtæki og oft á tíðum hafa menn verið að gera eins vel og þeir geta en eiga síðan ekki séns í næststærsta verslunarfyrirtæki í heimi þegar kemur að innkaupa-„power,““ sagði framkvæmdastjóri IKEA í Reykjavík síðdegis í dag en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Jón Gnarr er stoltur meðlimur Costco-fjölskyldunnar Það getur enginn verið töff í Bónus segir fyrrverandi borgarstjóri. 29. maí 2017 14:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. Þá segir hann almenning hafa innistæðu fyrir því að vera reiður út í verðlagningu verslana miðað við það verð sem Costco er að bjóða en vöruverð þar er mun lægra en Íslendingar hafa átt að venjast. „Ég var nú búinn að tala um það nokkrum sinnum í viðtölum að ég hefði miklar væntingar til Costco og að þeir myndu breyta módelinu hérna og það er nokkuð sérstakt hvað forsvarsmanna stórra fyrirtækja voru að tala þetta niður en allar mínar góðu spár hafa gengið eftir og rúmlega það. Þetta verð sem þeir eru að sýna og bjóða bæði á bensíninu og síðan á vörum er algjörlega frábært. [...] Ég tek ofan fyrir Costco-mönnum og óska íslensku þjóðinni til hamingju með þessa innkomu sem er alveg frábær og mun án efa breyta landslaginu varanlega og verulega “ sagði Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Lágt gengi pundsins hefur áhrif á verðlagið í Costco Hann sagðist telja að Costco-menn væru ekki alveg búnir að átta sig á því hvernig landið lægi hér varðandi vöruverð en Þórarinn sagðist hafa heyrt það frá Costco-mönnum að opnunin hér væri sú stærsta í sögu fyrirtækisins. Þó hefðu þeir gert mistök með því að selja vatnsflöskuna á 11 krónur þegar skilagjaldið er 16 krónur og þá hefði það áhrif á vöruverðið að þeir væru að gera út frá Englandi og gengi pundsins hefði þau áhrif að þeir gætu boðið lægra verð. „Það er ekki gefið að það verði endalaust áfram. Eftir hálft ár eða ár munum við sjá betur nákvæmlega hvar þeir standa en þeir munu samt vera áfram ódýrari.“Ekki alltaf sanngjarn verðsamanburður Þórarinn sagði að stundum væri verðsamanburður fólks á vörum sem það keypti í Costco og svo annars staðar ekki alveg sanngjarn og tók dæmi um Söru Oskarsson, varaþingmann Pírata. Hún sagði frá tveimur lítrum af freyðibaði sem hún keypti í Costco á tæpar 600 krónur en hálfur lítri af freyðibaðinu kostaði svo tæpar 1400 krónur úti í apóteki.„Það er alveg ljóst að maður fer ekki í apótek til að gera góð kaup. [...] Þetta er pínu óvægið og ekki alveg sanngjarnt fyrir utan það að ég er ekkert viss um að þetta apótek hafi verið eitthvað að okra rosalega á þessu freyðibaði,“ sagði Þórarinn. Hann var þá spurður að því hvort að það væri ekki innistæða fyrir reiði almennings vegna varðlagningar á vörum hér á landi. „Jú, ég er alveg á því og ég hef sagt það áður að ég tel íslenska verslun eiga mjög lítið inni hjá neytendum. Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi og fólk hefur almennt fundið það og vitað það og mjög margir hafa verið að bíða eftir að Costco kæmi. Það er innistæða fyrir þessu en við þurfum að stíga varlega niður – það eru manneskjur á bak við þessi fyrirtæki og oft á tíðum hafa menn verið að gera eins vel og þeir geta en eiga síðan ekki séns í næststærsta verslunarfyrirtæki í heimi þegar kemur að innkaupa-„power,““ sagði framkvæmdastjóri IKEA í Reykjavík síðdegis í dag en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Jón Gnarr er stoltur meðlimur Costco-fjölskyldunnar Það getur enginn verið töff í Bónus segir fyrrverandi borgarstjóri. 29. maí 2017 14:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Jón Gnarr er stoltur meðlimur Costco-fjölskyldunnar Það getur enginn verið töff í Bónus segir fyrrverandi borgarstjóri. 29. maí 2017 14:26