Græðum meira en aðrir á Airbnb Snærós Sindradóttir skrifar 29. maí 2017 06:00 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Vísir/Eyþór Íslenskir gestgjafar græða meira á Airbnb en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að meðaltali 16.500 dollara, sem jafngildir 1,6 milljón króna, á ári á hverja íbúð í miðbænum. Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá dr. Jeroen A. Oskam sem rannskað hefur framtíðarþróun í ferðaþjónustu og stýrir Framtíðarstofnun ferðaþjónustunnar við Stendan-háskóla í Hollandi. Oskam heldur erindi um áhrif Airbnb á fundi á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Oskam græða íslenskir Airbnb-gestgjafar að meðaltali um 3.500 Bandaríkjadölum meira á ári en næst gróðahæstu gestgjafar heims, í Westminster-hverfinu í London. Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varðandi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 milljón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam. Aukningin á milli ára var gríðarleg, en samkvæmt Oskam nýttu 380 þúsund manns sér Airbnb-gistingu í Reykjavík á síðasta ári. Um 75 prósent allra Airbnb-íbúða í Reykjavík eru í Miðbæ, Vesturbæ og Hlíðum. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“ Smæð Reykjavíkur reynist erfið til að finna raunhæfan samanburð við aðrar evrópskar borgir en sem dæmi má nefna að miðbær Rotterdam, með 616 þúsund íbúa, og Haag, með 510 þúsund íbúa, hafa síðustu ár verið með meira en helmingi færri gesti í Airbnb-gistingu en Reykjavík. Yfir 5.000 íbúðir eru til útleigu á Airbnb í Reykjavík en yfir helmingur, 51,3 prósent, þeirra sem standa í útleigu bjóða fleiri en eina íbúð til leigu. Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Nammið rýkur áfram upp í verði Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Í samkeppni við Noona með Sinna Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Indó ríður á vaðið Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Sjá meira
Íslenskir gestgjafar græða meira á Airbnb en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að meðaltali 16.500 dollara, sem jafngildir 1,6 milljón króna, á ári á hverja íbúð í miðbænum. Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá dr. Jeroen A. Oskam sem rannskað hefur framtíðarþróun í ferðaþjónustu og stýrir Framtíðarstofnun ferðaþjónustunnar við Stendan-háskóla í Hollandi. Oskam heldur erindi um áhrif Airbnb á fundi á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Oskam græða íslenskir Airbnb-gestgjafar að meðaltali um 3.500 Bandaríkjadölum meira á ári en næst gróðahæstu gestgjafar heims, í Westminster-hverfinu í London. Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varðandi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 milljón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam. Aukningin á milli ára var gríðarleg, en samkvæmt Oskam nýttu 380 þúsund manns sér Airbnb-gistingu í Reykjavík á síðasta ári. Um 75 prósent allra Airbnb-íbúða í Reykjavík eru í Miðbæ, Vesturbæ og Hlíðum. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“ Smæð Reykjavíkur reynist erfið til að finna raunhæfan samanburð við aðrar evrópskar borgir en sem dæmi má nefna að miðbær Rotterdam, með 616 þúsund íbúa, og Haag, með 510 þúsund íbúa, hafa síðustu ár verið með meira en helmingi færri gesti í Airbnb-gistingu en Reykjavík. Yfir 5.000 íbúðir eru til útleigu á Airbnb í Reykjavík en yfir helmingur, 51,3 prósent, þeirra sem standa í útleigu bjóða fleiri en eina íbúð til leigu.
Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Nammið rýkur áfram upp í verði Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Í samkeppni við Noona með Sinna Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Indó ríður á vaðið Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Sjá meira