Erlent

Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku

Höskuldur Kári Schram og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði á fundi G7 ríkjanna í dag að staðfesta Parísarsáttmálann í loftlagsmálum. Hann segist ætla að taka endnalega ákvörðun um aðild Bandaríkjamanna í næstu viku. 

Tveggja daga fundi sjö stærstu iðnríkja heims lauk á Ítalíu í dag en leiðtogarnir samþykktu að leggja auknum þunga í baráttuna gegn hryðjuverkum en þá ræddu þeir einnig heimsviðskipti og málefni flóttamanna.

Leiðtogar Bretlands, Kanda, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Japans staðfestu svo Parísarsáttmálann um loftlagsmál og sagðist á Twitter ætla að taka endnalega ákvörðun í næstu viku.

Trump gagnrýndi sáttmálann ítrekað í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum á síðasta ári og því kemur ákvörðun hans ekki á óvart.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti hins vegar yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu.

„Allar umræður um loftlagsmál voru mjög erfiðar og ollu vægast sagt miklum vonbrigðum. Aðstæðurnar eru þannig að sex eða sjö ef ESB er talið með eru gegn einum.

Það er að segja enn sem komið er eru engar vísbendingar um það hvort Bandaríkin standi við Parísarsamkomulagið eða ekki. Þess vegna fórum við ekki leynt með það að við, sex aðildarríki G7, auk ESB, höldum áfram að styðja markmiðin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×