Sjúkraflutningamenn í hlutastarfi fá þriðjungs launahækkun og lengri uppsagnarfrest Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2017 20:15 Stefán Pétursson er formaður LSOS. Vísir/Stefán „Ég er mjög sáttur,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um nýgert samkomulag um laun og kjör sjúkraflutningamanna í hlutastarfi sem starfa hjá ríkinu. Samkomulag náðist loks nú síðdegis í deilunni milli samninganefnda LSOS og ríkisins. Stefán segir að með samningnum sé búið að lengja uppsagnarfrest sjúkraflutningamanna úr 28 dögum í þrjá mánuði líkt og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. „Þetta var eitt af stóru málunum. Það er hundfúlt að vinna í fimmtán, tuttugu ár, hjá sama atvinnurekanda og eiga bara mánaðar uppsagnarfrest. Annað mál er að með þessum samningi eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn að fá heilt yfir um 30 til 35 prósenta launahækkun. Veikindaréttur, orlofsréttur, það er allt stórbætt,“ segir Stefán, en um níutíu hlutastarfandi sjúkraflutningamenn starfa nú hjá ríkinu og nær samningurinn til þeirra allra. Samningurinn er þess eðlis að ekki verður kosið um hann meðal félagsmanna. „Við lögðum áherslu á það í viðræðum okkar við ríkið að kalla þetta kjarasamning, en samninganefnd ríkisins vildi frekar kalla þetta samkomulag. Við sögum þá „allt í lagi, ef þetta verður kallað samkomulag þá náum við fram alvöru kjarasamningi árið 2019.“ Þeir samþykktu það,“ segir Stefán. Nýr samningur 2019 Samningurinn nær til ársins 2019, þegar samningur þeirra sem hafa sjúkraflutninga að aðalatvinnu rennur út. „Þá ætlum við að semja um alvöru kjarasamning, bæði fyrir þá sem starfa við þetta í fullri vinnu og hlutastarfandi. Við túlkum þetta hins vegar sem alvöru kjarasamning. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fá alvöru samning. Hingað til hafa þeir einungis haft eitthvert samkomulag við fjármálaráðherra.“ Stefán segir að búið sé að senda samninginn til félagsmanna sem eru nú að kynna sér hann. „Ég er mjög sáttur. Varaformaður og framkvæmdastjóri eru báðir mjög sáttir.“Skoða má samninginn á heimasíðu LSOS. Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um nýgert samkomulag um laun og kjör sjúkraflutningamanna í hlutastarfi sem starfa hjá ríkinu. Samkomulag náðist loks nú síðdegis í deilunni milli samninganefnda LSOS og ríkisins. Stefán segir að með samningnum sé búið að lengja uppsagnarfrest sjúkraflutningamanna úr 28 dögum í þrjá mánuði líkt og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. „Þetta var eitt af stóru málunum. Það er hundfúlt að vinna í fimmtán, tuttugu ár, hjá sama atvinnurekanda og eiga bara mánaðar uppsagnarfrest. Annað mál er að með þessum samningi eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn að fá heilt yfir um 30 til 35 prósenta launahækkun. Veikindaréttur, orlofsréttur, það er allt stórbætt,“ segir Stefán, en um níutíu hlutastarfandi sjúkraflutningamenn starfa nú hjá ríkinu og nær samningurinn til þeirra allra. Samningurinn er þess eðlis að ekki verður kosið um hann meðal félagsmanna. „Við lögðum áherslu á það í viðræðum okkar við ríkið að kalla þetta kjarasamning, en samninganefnd ríkisins vildi frekar kalla þetta samkomulag. Við sögum þá „allt í lagi, ef þetta verður kallað samkomulag þá náum við fram alvöru kjarasamningi árið 2019.“ Þeir samþykktu það,“ segir Stefán. Nýr samningur 2019 Samningurinn nær til ársins 2019, þegar samningur þeirra sem hafa sjúkraflutninga að aðalatvinnu rennur út. „Þá ætlum við að semja um alvöru kjarasamning, bæði fyrir þá sem starfa við þetta í fullri vinnu og hlutastarfandi. Við túlkum þetta hins vegar sem alvöru kjarasamning. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fá alvöru samning. Hingað til hafa þeir einungis haft eitthvert samkomulag við fjármálaráðherra.“ Stefán segir að búið sé að senda samninginn til félagsmanna sem eru nú að kynna sér hann. „Ég er mjög sáttur. Varaformaður og framkvæmdastjóri eru báðir mjög sáttir.“Skoða má samninginn á heimasíðu LSOS.
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira