Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Íslendingum þvert um geð Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2017 08:34 Íslendingar vilja frekar sjá ríkið reka heilbrigðisstofnanir heldur en einkaaðila ef marka má rannsókn prófessors við Háskóla Íslands. grafík/fréttablaðið Þrátt fyrir þróun íslensks heilbrigðiskerfis í átt að einkarekstri síðustu ár hefur skoðun Íslendinga á slíku þróast í þveröfuga átt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við HÍ. Frá aldamótum hefur einkarekstur í heilbrigðiskerfinu aukist, en æ fleiri landsmenn vilja að heilbrigðisþjónusta sé alfarið rekin af hinu opinbera. „Það er hægt að draga þá ályktun að landsmenn hafi aðra sýn en stjórnvöld þegar kemur að þessum málaflokki,“ segir Rúnar. „Yfirgnæfandi meirihluti vill að hið opinbera leggi meira til heilbrigðisþjónustu og leggur ríkari áherslu en áður á opinberan rekstur. Hið gagnstæða hefur átt sér stað síðustu ár.“ Árið 2006 sögðu 80,7 prósent landsmanna að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka sjúkrahús. Hlutfallið nú er 86 prósent. Sama þróun er uppi á teningnum þegar spurt er um heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili. Þegar einstaklingar voru spurðir hvort þeir vildu að hið opinbera verði meira fé til heilbrigðismála voru 91,9 prósent Íslendinga sammála, aukning um rúm tíu prósentustig frá 2006. Stuðningur við opinberan rekstur sjúkrahúsa var heldur minni meðal karla, hátekjufólks og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks en annarra hópa. Ekki var marktækur munur á stuðningi við opinberan rekstur sjúkrahúsa eftir aldri, búsetu, menntun eða starfsstétt. Könnunin var gerð frá 16. mars til 3. maí. Úrtakið var 1.733 einstaklingar 18 ára og eldri. Lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 1.120, eða 65 prósent. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Þrátt fyrir þróun íslensks heilbrigðiskerfis í átt að einkarekstri síðustu ár hefur skoðun Íslendinga á slíku þróast í þveröfuga átt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við HÍ. Frá aldamótum hefur einkarekstur í heilbrigðiskerfinu aukist, en æ fleiri landsmenn vilja að heilbrigðisþjónusta sé alfarið rekin af hinu opinbera. „Það er hægt að draga þá ályktun að landsmenn hafi aðra sýn en stjórnvöld þegar kemur að þessum málaflokki,“ segir Rúnar. „Yfirgnæfandi meirihluti vill að hið opinbera leggi meira til heilbrigðisþjónustu og leggur ríkari áherslu en áður á opinberan rekstur. Hið gagnstæða hefur átt sér stað síðustu ár.“ Árið 2006 sögðu 80,7 prósent landsmanna að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka sjúkrahús. Hlutfallið nú er 86 prósent. Sama þróun er uppi á teningnum þegar spurt er um heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili. Þegar einstaklingar voru spurðir hvort þeir vildu að hið opinbera verði meira fé til heilbrigðismála voru 91,9 prósent Íslendinga sammála, aukning um rúm tíu prósentustig frá 2006. Stuðningur við opinberan rekstur sjúkrahúsa var heldur minni meðal karla, hátekjufólks og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks en annarra hópa. Ekki var marktækur munur á stuðningi við opinberan rekstur sjúkrahúsa eftir aldri, búsetu, menntun eða starfsstétt. Könnunin var gerð frá 16. mars til 3. maí. Úrtakið var 1.733 einstaklingar 18 ára og eldri. Lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 1.120, eða 65 prósent.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira