Erlent

Duterte lýsir yfir herlögum á sunnanverðum Filippseyjum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. V'isir/EPA
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur lýst yfir herlögum á eyjunni Mindanao, á sunnanverðum Filippseyjum í kjölfar átaka á milli hersins og þess sem skilgreint er sem uppreisnarhópar á eyjunni. BBC greinir frá.

Herlögin munu gilda í 60 daga og gera hernum kleyft að handtaka filippeyska borgara í lengri tíma án þess að þurfa að leggja fram ákæru á hendur þeim. Samkvæmt stjórnarskrá landsins getur forsetinn einungis heimilað slík lög í þennan tíma og þá bara til þess að stöðva það sem skilgreint er sem „uppreisn.“

Átökin á eyjunni hafa farið stigvaxandi síðan á þriðjudag í kringum borgina Marawi eftir að herinn greip til aðgerða til þess að hafa hendur í hári leiðtoga hóps sem talinn er vera hliðhollur hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Samkvæmt upplýsingum frá Delfin Lorenzana, innanríkisráðherra Filipsseyja, hafa uppreisnarhópar meðal annars tekið undir sitt vald spítala og fangelsi, ásamt því að hafa brennt fjölda bygginga í borginni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×