Samanburður á vöruverði í Bandaríkjunum og á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2017 13:15 Frá opnun Costco í morgun. vísir/eyþór Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira