Samanburður á vöruverði í Bandaríkjunum og á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2017 13:15 Frá opnun Costco í morgun. vísir/eyþór Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin. Þá getur verið áhugavert að bera saman verðið í Costco í Bandaríkjunum og svo í versluninni hér heima. Jón Árni Helgason var einmitt á ferðinni í Bandaríkjunum á dögunum og birti myndir úr versluninni af ýmsum vörum á vefnum þar sem hann var búinn að bæta við annars vegar 11 prósenta virðisaukaskatti á matvöru og hins vegar 24 prósenta virðisaukaskatti á aðrar vörur. Hann miðaði við að gengi dollara væri 100,51. Vísir var á ferðinni í Costco í Garðabæ í morgun og tókum við nokkrar stikkprufur á vörum til að bera saman annars vegar verðið í Bandaríkjunum og hins vegar hér á landi með myndum blaðamanns og svo Jóns Árna. Hafa ber í huga að ekki er um nákvæmlega sömu vöru að ræða í öllum tilfellum heldur sambærilega vöru.1,36 kíló af baby-gulrótum í Costco í Garðabæ á 925 krónur kílóið sem gera 680 krónur kílóið.vísirEkki er um sömu tegund af baby-gulrótum í Costco í Kauptúni og í Costco í Bandaríkjunum en úti kostar kílóið 295 krónur kílóið eins og sést á myndinni hér að neðan en 860 krónur kílóið hér heima. Verðið er því um þrisvar sinnum hærra hér á landi en vestanhafs í tilfelli gulrótanna.Það er þó nokkur verðmunur á baby-gulrótum í Costco í Bandaríkjunum og Costco í Garðabæ en ekki er um nákvæmlega sömu tegund af gulrótum að ræða.mynd/jón árniKirkland-þorskhnakkar eru á 1699 krónur kílóið í Costco í Garðabæ (til vinstri) en íslensk þorskflök á 1965 krónur kílóið í Bandaríkjunum (til hægri).vísirÞorskhnakkarnir í Costco í Garðabæ eru ódýrari en þorskflökin úti í Bandaríkjunum sem voru frá Íslandi, samkvæmt Jóni Árna. Verðmunurinn er 15 prósent, ódýrari hér heima.Kirkland-kókosvatnið er lífrænt.vísirKirkland-kókosvatn má bæði fá í Costco í Kauptúni og í Bandaríkjunum. Það kemur í stórri pakkningu, tólf 330 millilítra flöskur í einum kassa. Hér heima er kassinn á 1799 krónur, eða um 150 krónur stykkið, en í Bandaríkjunum er kassinn á 1115 krónur eða um 93 krónur stykkið. Flöskurnar eru um 60 prósent dýrarari hér á landi.Kókosvatnið í Costco í Bandaríkjunum.mynd/jón árni250 millilítra dós af Red Bull kostar 137 krónur í Costco en kaupa þarf 24 dósir í kassa.Orkudrykkinn Red Bull má fá í Costco hér heima, 24 250 millilítra dósir í kassa á 3299 krónur sem gera 137 krónur dósin. Í Bandaríkjunum kostar 239 millilítra dós hins vegar 167 krónur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Munar um 22 prósentum í verðinu, dósin ódýrari hér á Íslandi.Red Bull er aðeins dýrara í Costco í Bandaríkjunum en hér heima.mynd/jón árniKílóverðið af kjúklingi er aðeins ódýrara í Costco í Bandaríkjunum en þá þarf að kaupa fjóra saman í pakka en hér koma þeir tveir saman.vísirLífrænn kjúklingur í Costco í Bandaríkjunum kostar 489 krónur kílóið og eru þá fjórir heilir kjúklingar í pakka. Holta-kjúklingur, tveir saman í pakka, kosta í Costco hér heima 699 krónur kílóið. Verðmunurinn er 43 prósent, dýrari hér heima.Blaðamenn Vísis voru í vöruhúsi Costco í morgun þegar fyrsta fólkið mætti í hús. Nánar má lesa um það í vaktinni hér að neðan.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira