Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2017 10:51 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. vísir/gva Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 vegna breytinga á skipulagi bankans sem taka gildi í dag. Munu þrjú tekjusvið þjóna viðskiptavinum; Einstaklingar, Viðskiptabanki og Fyrirtæki og fjárfestingar. Segir í tilkynningu að markmið breytinganna sé að sníða skipulag bankans að breyttum þörfum viðskiptavina og bjóða betri bankaþjónustu. Breytingarnar munu jafnframt styrkja stöðu bankans með tilliti til umfangsmikilla breytinga á regluverki og örrar tækniþróunar. Hlutverk Einstaklingssviðs er að veita viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu í gegnum rafrænar dreifileiðir og nútímalegt útibúanet um land allt. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og mun leiða Einstaklingssvið bankans. Sigríður er lögmaður með MBA próf Copenhagen Business School. Hún hefur starfað frá árinu 2014 sem framkvæmdastjóri smásölusviðs Olíuverzlunar Íslands. Viðskiptabanki þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki í útibúum bankans, þar sem sérfræðingar í fyrirtækjaþjónustu veita alhliða fjármálaþjónustu. Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka er jafnframt hluti af Viðskiptabankasviði. Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs er Una Steinsdóttir. Á sviðinu Fyrirtæki og fjárfestar verður veitt heildstæð fjármálaþjónusta fyrir fjárfesta og stærstu fyrirtæki landsins sem felst meðal annars í lánveitingum, miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og sölu áhættuvarna. Framkvæmdastjóri sviðsins er Vilhelm Már Þorsteinsson. VÍB eignastýring mun færast yfir á tekjusviðin og í dótturfélag bankans, Íslandssjóði. Jafnframt verður áherslubreyting á greiningarstarfi en áfram verður starfandi aðalhagfræðingur sem mun bera ábyrgð á þjóðhagsgreiningu bankans. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur þetta að segja um breytingarnar í tilkyninngunni sem barst frá Íslandsbanka: „Á undanförnum árum höfum við verið að einfalda bankaviðskiptin og nú einföldum við og aðlögum skipulag bankans að breyttu umhverfi. Það er öllum fyrirtækjum hollt að fara í gegnum skipulagsbreytingar og í því liggja fjölmörg tækifæri. Með þessum breytingum blæs bankinn til sóknar og treystir undirstöður fyrir aukna skilvirkni. Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við viðskiptavini okkar þar sem við munum einblína á enn betri þjónustu í nýju og einfaldara skipulagi.“ Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 vegna breytinga á skipulagi bankans sem taka gildi í dag. Munu þrjú tekjusvið þjóna viðskiptavinum; Einstaklingar, Viðskiptabanki og Fyrirtæki og fjárfestingar. Segir í tilkynningu að markmið breytinganna sé að sníða skipulag bankans að breyttum þörfum viðskiptavina og bjóða betri bankaþjónustu. Breytingarnar munu jafnframt styrkja stöðu bankans með tilliti til umfangsmikilla breytinga á regluverki og örrar tækniþróunar. Hlutverk Einstaklingssviðs er að veita viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu í gegnum rafrænar dreifileiðir og nútímalegt útibúanet um land allt. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og mun leiða Einstaklingssvið bankans. Sigríður er lögmaður með MBA próf Copenhagen Business School. Hún hefur starfað frá árinu 2014 sem framkvæmdastjóri smásölusviðs Olíuverzlunar Íslands. Viðskiptabanki þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki í útibúum bankans, þar sem sérfræðingar í fyrirtækjaþjónustu veita alhliða fjármálaþjónustu. Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka er jafnframt hluti af Viðskiptabankasviði. Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs er Una Steinsdóttir. Á sviðinu Fyrirtæki og fjárfestar verður veitt heildstæð fjármálaþjónusta fyrir fjárfesta og stærstu fyrirtæki landsins sem felst meðal annars í lánveitingum, miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og sölu áhættuvarna. Framkvæmdastjóri sviðsins er Vilhelm Már Þorsteinsson. VÍB eignastýring mun færast yfir á tekjusviðin og í dótturfélag bankans, Íslandssjóði. Jafnframt verður áherslubreyting á greiningarstarfi en áfram verður starfandi aðalhagfræðingur sem mun bera ábyrgð á þjóðhagsgreiningu bankans. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur þetta að segja um breytingarnar í tilkyninngunni sem barst frá Íslandsbanka: „Á undanförnum árum höfum við verið að einfalda bankaviðskiptin og nú einföldum við og aðlögum skipulag bankans að breyttu umhverfi. Það er öllum fyrirtækjum hollt að fara í gegnum skipulagsbreytingar og í því liggja fjölmörg tækifæri. Með þessum breytingum blæs bankinn til sóknar og treystir undirstöður fyrir aukna skilvirkni. Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við viðskiptavini okkar þar sem við munum einblína á enn betri þjónustu í nýju og einfaldara skipulagi.“
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira