Erlent

Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í Caracas í Venesúela í gær.
Frá mótmælunum í Caracas í Venesúela í gær. Vísir/AFP
Einn var skotinn til bana í mótmælum í Venesúela gær. Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu einnig í ungum manni, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Nú hafa samtals 48 látið lífið í þessari nýjustu hrinu mótmæla sem staðið hefur í 50 daga samfleytt.

Ath. Varað er við mynd af mótmælunum sem fylgir fréttinni.

Í frétt BBC segir að hinn 21 árs gamli Orlando José Figuera hafi hlotið brunasár á yfir 80 prósent líkama síns eftir að kveikt var í honum við mótmæli á laugardag. Þá er hann einnig sagður hafa verið stunginn með hnífi en samkvæmt suður-amerískum miðlum hafði hann verið þjófkenndur. Talið er að auk Figuera hafi 46 særst. 

Háskólaneminn Edy Alejandro Teran Aguilar, sem varð fyrir byssuskoti, lést af sárum sínum í Caracas.

Mótmælin í Venesúela brutust út þegar forseti Venesúela, Nicolas Maduro, tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá sem kveða á um að hún verði færð úr höndum þingsins, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Þá er einnig mikill skortur á mat og lyfjum í landinu.



Orlando José Figuera hlaut alvarleg brunasár eftir að kveikt var í honum við mótmælin í Caracas í gær.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×