Segir það siðferðislega vafasamt af WOW að hefja flug til Ísrael Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. maí 2017 18:45 WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57