Enski boltinn

Benitez ætlar enn og aftur að ná í Reina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Benitez ræðir við Reina á æfingu Liverpool árið 2010.
Rafael Benitez ræðir við Reina á æfingu Liverpool árið 2010. Vísir/Getty
Svo gæti fari að Pepe Reina muni enn og aftur spila undir stjórn Rafael Benitez á næsta tímabili.

Daily Mirror greinir frá því að Benitez hafi í hug að kaupa Reina frá ítalska liðinu Napoli fyrir fjórar milljónir punda í sumar.

Benitez fékk Reina til Liverpool fyrir tólf árum síðan og markvörðurinn elti hann svo til Napoli þegar Benitez tók við liðinu fyrir þremur árum síðan.

Reina er í dag sagður vera óánægður hjá Napoli þrátt fyrir að liðið hafi hafnað í þriðja sæti ítölsku 1. deildarinnar í vor og fengið um leið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Napoli og því gæti félagið freistast til að selja hann til Newcastle, sem verður nýliði í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.

„Myndi ég fá hann til Newcastle ef hann færi frá Napoli? Ég ber virðingu fyrir Napoli og þar er hann núna. Við erum með marga markverði sem eru að standa sig vel. Við verðum að halda ró okkar. Við munum nú ræða saman og taka ákvörðun um hverja við viljum fá í sumar,“ var haft eftir Benitez í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×