Viðskipti innlent

Sextán íslenskir veitingastaðir á norrænum topplista

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá veitingastaðnum Mat og drykk.
Frá veitingastaðnum Mat og drykk. Vísir/Ernir
Sextán íslenskir veitingastaðir hafa verið valdir á lista White Guide Nordic árið 2017, yfirgripsmikinn leiðarvísi yfir norræna matreiðslu. Umfjöllun í White Guide Nordic þykir mikill heiður í veitingabransanum en leiðarvísirinn hefur um 80 matargagnrýnendur á sínum snærum.

Íslensku veitingastaðirnir sem komust á lista White Guide Nordic eru:

Dill, Fiskfélagið, Fiskmarkaðurinn, Gallery Restaurant Hotel Holt, Geiri Smart, Grillið, Grillmarkaðurinn, Kol, MAT BAR, Matur og drykkur, Vox (Hilton Hotel), sem allir eru í Reykjavík, Lava restaurant í Grindavík, Norð Austur – Sushi & Bar á Seyðisfirði, Rub 23 á Akureyri, Slippurinn í Vestmannaeyjum og Tryggvaskáli á Selfossi.

Þrír þessara veitingastaða, Geiri Smart, MAT BAR og Tryggvaskáli, birtast nú í fyrsta skipti á listanum.

Ekki er langt síðan íslenski veitingastaðurinn Dill, sem einmitt er á lista White Guide Nordic, fékk Michelin-stjörnu, fyrstur íslenskra veitingastaða. Michelin-stjarnan er ein stærsta viðurkenning sem veitingastöðum býðst en Dill tók við stjörnunni í febrúar á þessu ári.

White Guide Nordic tekur fyrir veitingastaði í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, auk Færeyja, Grænlands og Svalbarða. Í nýjustu útgáfu leiðarvísisins, sem kemur út þann 26. júní næstkomandi, verður fjallað um 341 veitingastað.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×