Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2017 20:45 Gylfi Þór Sigurðsson lætur Dejan Lovren finna fyrir sér. Vísir/Ernir Strákarnir okkar unnu einn stærsta sigur í sögu landsliðsins þegar landslið Króata var loksins lagt að velli á Laugardalsvelli í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið á dramatískan hátt undir lok venjulegs leiktíma. Ísland jafnaði þar með Króata að stigum í I-riðli undankeppninnar fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Strákarnir gáfu tóninn strax á upphafssekúndum leiksins. Mikið hafði verið fjallað um öfluga miðju Króata fyrir leik með Luka Modric, leikmann Real Madrid, fremstan í flokki. Það vakti því mikla lukku þegar Aron Einar Gunnarsson, vann boltann af honum með fyrstu tæklingu leiksins. Athygli vakti fyrir leik að Emil Hallfreðsson kom inn á miðjuna og Gylfa Sigurðssyni var ýtt upp í fremstu víglínu við hlið Alfreðs Finnbogasonar. Það var eins og strákarnir þyrftu aðeins að venjast því að hafa ekki lurk á borð við Kolbein Sigþórsson eða Jón Daða Böðvarsson til þess að miða á í fremstu víglínu og var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska til að byrja með.Töluðu sig saman inn á vellinum Lítið var um færi í fyrri hálfleik og stærstan hluta hálfleiksins voru íslensku leikmennirnir mikið að ræða saman inn á vellinum og segja hver öðrum til. Króatar sóttu lítið og þá helst aðeins þegar Modric slapp úr gæslunni á miðjunni. Eftir um hálftíma virtust strákarnir hafa talað sig saman um hvernig ætti að spila leikinn. Meira öryggi kom á leik liðsins, spilið batnaði til muna og Króatar þurftu að verjast síðast korterið. Besta færi Íslendinga leit dagsins ljós á 35. mínútu þegar Birkir Bjarnason fiskaði aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir laglegan sprett. Skot Gylfa úr spyrnunni fór rétt fram hjá.Sjá einnig:Voru búnir að bíða í 426 mínútur eftir marki gegn KróatíuSeinni hálfleikur byrjaði fjörlega og skiptust liðin á einu færum leiksins strax í upphafi. Nikola Kalinic klúðraði langbesta færi leiksins á 54. mínútu í markteignum eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Voru Íslendingar hreinlega stálheppnir að Kalinic hafi ekki reimað á sig markaskóna í kvöld. Ísland svaraði strax í næstu sókn þegar Birkir Bjarnason átti fyrsta hættulega færi Íslands úr opnu spili. Skaut hann framhjá fyrir utan teig eftir að hafa leikið laglega inn á völlinn af kantinum. Króatar hafa líklega fengið all harkalega hálfleiksræðu frá Ante Cacic, þjálfara liðsins, en liðið spilaði mun betur í seinni hálfleik. Ekki batnaði það þegar Marcelo Brozovic, sá sem sá um Íslendinga í fyrri leiknum, kom inn á fyrir Kalinic. Við það fór Mandzukic í fremstu víglínu og mun meiri yfirvegun leit dagsins ljós í spili Króata. Brozovic komst afar nálægt því að skora stuttu eftir að hann kom inn á með fyrsta skoti leiksins á rammann á 66. mínútu. Hannes Halldórsson gerði afar vel í að verja skotið en boltinn skoppaði rétt fyrir framan hann.Skiptingarnar svínvirkuðu Heimir reyndi að bregðast við með því að setja Björn Bergmann Sigurðarsson og Rúrik Gíslason inn á. Skiptingarnar virkuðu vel og náðu strákarnir að vinna sig aftur í leikinn undir lokin, ekki síst fyrir tilstilli Rúriks sem kom inn með mikla baráttu. Karakterinn sem strákarnir búa yfir skein í gegn þegar liðið skapaði sér hvert færið á fætur öðru á lokamínútunum sem endaði með sigurmarkinu dramatíska. Markið var afar mikilvægt en úrslit í öðrum leikjum riðilsins gerðu það að verkum að Ísland var á leið niður í fjórða sæti riðilsins í stöðunni núll núll. Hörður Björgvin reis manna hæst eftir hornspyrnu Gylfa og það tók alla í Laugardalnum smá stund að átta sig að boltinn hafði svifið framhjá frosnum Lovre Kalinic í markinu. 1-0 risasigur í höfn.Rosaleg barátta um toppsætið framundan Heilt yfir spilaði landsliðið vel og var sigurinn verðskuldaður þrátt fyrir jafnan leik. Þrátt fyrir lítið leikform og augljósa þreytu var ljóst að okkar menn langaði meira í stigin þrjú. Kom það berlega í ljós þegar aukinn kraftur færðist í íslensku sóknina undir lokin. Framan af leit nánast út eins og Króatar væru að spila upp á jafnteflið sem hefði dugað þeim vel. Okkur tókst þó ekki að nýta okkur þetta og virtist vera smá sambandsleysi á milli strákanna okkar framan af fyrri hálfleik.Sjá einnig:Íslenska liðið var á leiðinni í fjórða sætið þegar Hörður skoraðiÍ seinni hálfleik komu Króatar mun öflugri til leiks og gerðu strákarnir okkar afar vel í að standa af sér sóknarþunga þeirra í seinni hálfleik. Þá gengu þeir á lagið á lokamínútum þegar augljóst var að Króatía var búið að sætta sig við jafnteflið. Skiptingar Heimis gengu upp og bakvörðurinn sterki, Hörður Björgvin, sem átti frábæran leik fyrir utan markið, var hin ólíklega hetja. Sigurinn þýðir að Ísland tyllir sér upp að hlið Króatíu sem er í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með 13 stig en markahlutfall Króatíu er hagstæðara. Aðeins fjórir leikir eru eftir af undankeppninni og stefnir allt í svakalega baráttu um efsta sætið á milli liðanna tveggja sem mættust hér í kvöld um hvort lið fer beint til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi
Strákarnir okkar unnu einn stærsta sigur í sögu landsliðsins þegar landslið Króata var loksins lagt að velli á Laugardalsvelli í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið á dramatískan hátt undir lok venjulegs leiktíma. Ísland jafnaði þar með Króata að stigum í I-riðli undankeppninnar fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Strákarnir gáfu tóninn strax á upphafssekúndum leiksins. Mikið hafði verið fjallað um öfluga miðju Króata fyrir leik með Luka Modric, leikmann Real Madrid, fremstan í flokki. Það vakti því mikla lukku þegar Aron Einar Gunnarsson, vann boltann af honum með fyrstu tæklingu leiksins. Athygli vakti fyrir leik að Emil Hallfreðsson kom inn á miðjuna og Gylfa Sigurðssyni var ýtt upp í fremstu víglínu við hlið Alfreðs Finnbogasonar. Það var eins og strákarnir þyrftu aðeins að venjast því að hafa ekki lurk á borð við Kolbein Sigþórsson eða Jón Daða Böðvarsson til þess að miða á í fremstu víglínu og var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska til að byrja með.Töluðu sig saman inn á vellinum Lítið var um færi í fyrri hálfleik og stærstan hluta hálfleiksins voru íslensku leikmennirnir mikið að ræða saman inn á vellinum og segja hver öðrum til. Króatar sóttu lítið og þá helst aðeins þegar Modric slapp úr gæslunni á miðjunni. Eftir um hálftíma virtust strákarnir hafa talað sig saman um hvernig ætti að spila leikinn. Meira öryggi kom á leik liðsins, spilið batnaði til muna og Króatar þurftu að verjast síðast korterið. Besta færi Íslendinga leit dagsins ljós á 35. mínútu þegar Birkir Bjarnason fiskaði aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir laglegan sprett. Skot Gylfa úr spyrnunni fór rétt fram hjá.Sjá einnig:Voru búnir að bíða í 426 mínútur eftir marki gegn KróatíuSeinni hálfleikur byrjaði fjörlega og skiptust liðin á einu færum leiksins strax í upphafi. Nikola Kalinic klúðraði langbesta færi leiksins á 54. mínútu í markteignum eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Voru Íslendingar hreinlega stálheppnir að Kalinic hafi ekki reimað á sig markaskóna í kvöld. Ísland svaraði strax í næstu sókn þegar Birkir Bjarnason átti fyrsta hættulega færi Íslands úr opnu spili. Skaut hann framhjá fyrir utan teig eftir að hafa leikið laglega inn á völlinn af kantinum. Króatar hafa líklega fengið all harkalega hálfleiksræðu frá Ante Cacic, þjálfara liðsins, en liðið spilaði mun betur í seinni hálfleik. Ekki batnaði það þegar Marcelo Brozovic, sá sem sá um Íslendinga í fyrri leiknum, kom inn á fyrir Kalinic. Við það fór Mandzukic í fremstu víglínu og mun meiri yfirvegun leit dagsins ljós í spili Króata. Brozovic komst afar nálægt því að skora stuttu eftir að hann kom inn á með fyrsta skoti leiksins á rammann á 66. mínútu. Hannes Halldórsson gerði afar vel í að verja skotið en boltinn skoppaði rétt fyrir framan hann.Skiptingarnar svínvirkuðu Heimir reyndi að bregðast við með því að setja Björn Bergmann Sigurðarsson og Rúrik Gíslason inn á. Skiptingarnar virkuðu vel og náðu strákarnir að vinna sig aftur í leikinn undir lokin, ekki síst fyrir tilstilli Rúriks sem kom inn með mikla baráttu. Karakterinn sem strákarnir búa yfir skein í gegn þegar liðið skapaði sér hvert færið á fætur öðru á lokamínútunum sem endaði með sigurmarkinu dramatíska. Markið var afar mikilvægt en úrslit í öðrum leikjum riðilsins gerðu það að verkum að Ísland var á leið niður í fjórða sæti riðilsins í stöðunni núll núll. Hörður Björgvin reis manna hæst eftir hornspyrnu Gylfa og það tók alla í Laugardalnum smá stund að átta sig að boltinn hafði svifið framhjá frosnum Lovre Kalinic í markinu. 1-0 risasigur í höfn.Rosaleg barátta um toppsætið framundan Heilt yfir spilaði landsliðið vel og var sigurinn verðskuldaður þrátt fyrir jafnan leik. Þrátt fyrir lítið leikform og augljósa þreytu var ljóst að okkar menn langaði meira í stigin þrjú. Kom það berlega í ljós þegar aukinn kraftur færðist í íslensku sóknina undir lokin. Framan af leit nánast út eins og Króatar væru að spila upp á jafnteflið sem hefði dugað þeim vel. Okkur tókst þó ekki að nýta okkur þetta og virtist vera smá sambandsleysi á milli strákanna okkar framan af fyrri hálfleik.Sjá einnig:Íslenska liðið var á leiðinni í fjórða sætið þegar Hörður skoraðiÍ seinni hálfleik komu Króatar mun öflugri til leiks og gerðu strákarnir okkar afar vel í að standa af sér sóknarþunga þeirra í seinni hálfleik. Þá gengu þeir á lagið á lokamínútum þegar augljóst var að Króatía var búið að sætta sig við jafnteflið. Skiptingar Heimis gengu upp og bakvörðurinn sterki, Hörður Björgvin, sem átti frábæran leik fyrir utan markið, var hin ólíklega hetja. Sigurinn þýðir að Ísland tyllir sér upp að hlið Króatíu sem er í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með 13 stig en markahlutfall Króatíu er hagstæðara. Aðeins fjórir leikir eru eftir af undankeppninni og stefnir allt í svakalega baráttu um efsta sætið á milli liðanna tveggja sem mættust hér í kvöld um hvort lið fer beint til Rússlands.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti