Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2017 10:58 Donald Trump er virkur á samfélagsmiðlum Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter og segir atburði gærdagsins veita sér „algjöra og fullkomna uppreist æru.“ Fastlega var gert ráð fyrir því að Trump myndi grípa til Twitter til þess að svara fyrir sig á meðan vitnisburði Comey stóð. Sonur hans og alnafni stóð reyndar vaktina og varði föður sinn. Forsetinn hefur þó loksins tjáð sig og segir að hann að þrátt fyrir „svo margar falskar staðhæfingar og lygar“ sé hann að öðlast „algjöra og fullkomna uppreisn æru.“ Slá má því föstu að þar sé Trump að vísa til þess að Comey staðfesti að Trump sjálfur hefði ekki verið til rannsóknar FBI vegna mögulegra afskipta Rússa af forsetakosningunum. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn hans eru þó til rannsóknir. Þá virðist það hafa komið Trump á óvart að Comey skyldi hafa komið minnisblöðum sem hann skrifaði eftir fundi þeirra tveggja til fjölmiðla, ef marka má tístið. Athygli vakti að Comey sá sig knúinn til þess að skrifa minnisblöðin svo hann gæti gripið til þeirra ef á þyrfti að halda vegna þess að honum fannst líklegt að Trump myndi síðar ljúga til um efni fundarsins.Despite so many false statements and lies, total and complete vindication...and WOW, Comey is a leaker!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump rengir orð Comey Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa. 8. júní 2017 18:43 Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter og segir atburði gærdagsins veita sér „algjöra og fullkomna uppreist æru.“ Fastlega var gert ráð fyrir því að Trump myndi grípa til Twitter til þess að svara fyrir sig á meðan vitnisburði Comey stóð. Sonur hans og alnafni stóð reyndar vaktina og varði föður sinn. Forsetinn hefur þó loksins tjáð sig og segir að hann að þrátt fyrir „svo margar falskar staðhæfingar og lygar“ sé hann að öðlast „algjöra og fullkomna uppreisn æru.“ Slá má því föstu að þar sé Trump að vísa til þess að Comey staðfesti að Trump sjálfur hefði ekki verið til rannsóknar FBI vegna mögulegra afskipta Rússa af forsetakosningunum. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn hans eru þó til rannsóknir. Þá virðist það hafa komið Trump á óvart að Comey skyldi hafa komið minnisblöðum sem hann skrifaði eftir fundi þeirra tveggja til fjölmiðla, ef marka má tístið. Athygli vakti að Comey sá sig knúinn til þess að skrifa minnisblöðin svo hann gæti gripið til þeirra ef á þyrfti að halda vegna þess að honum fannst líklegt að Trump myndi síðar ljúga til um efni fundarsins.Despite so many false statements and lies, total and complete vindication...and WOW, Comey is a leaker!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump rengir orð Comey Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa. 8. júní 2017 18:43 Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Lögmaður Trump rengir orð Comey Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa. 8. júní 2017 18:43
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01