Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 11:45 Michelle Carter í réttarsal í gær. Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira