Fótbolti

Gæddu sér á Fyrirliðanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið æfði á Laugardalsvelli í morgun.
Íslenska liðið æfði á Laugardalsvelli í morgun. vísir/ernir
Strákarnir í íslenska landsliðinu í fótbolta skelltu sér á Fabrikkuna í dag.

Íslensku landsliðsmennirnir gæddu sér á Fyrirliðanum, hamborgara sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson setti saman fyrir Fabrikkuna.

Strákarnir okkar undirbúa sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu í undankeppni HM 2018 á sunnudaginn kemur.

Ísland er í 2. sæti riðilsins með 10 stig en með sigri á sunnudaginn jafnar íslenska liðið það króatíska að stigum á toppi I-riðils.

Ísland og Króatía hafa mæst fimm sinnum áður. Króatar hafa unnið fjóra leiki og einu sinni hefur orðið jafntefli.


Tengdar fréttir

Rúrik: Ekki tilbúinn að gefast upp

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, er tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði Nürnberg á næsta tímabili.

Aston Villa hjálpaði Heimi með Birki

Heimir Hallgrímsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að landsliðsþjálfarinn hafi fengið góða hjálp frá enska félaginu Aston Villa við að það að gera Birki Bjarnason leikfæran fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM.

Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með.

Alfreð veikur og gat ekki æft

Alfreð Finnbogason missti af æfingu landsliðsins nú fyrir hádegi þar sem hann er orðinn veikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×