Fótbolti

Hægt að safna límmiðum með Evrópu-stelpunum okkar í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Ernir
Evrópukeppni kvenna í fótbolta fer fram í Hollandi í næsta mánuði og íslensku stelpurnar verða þar í sviðsljósinu á sínu þriðja Evrópumóti í röð.

Eitt er breytt frá því á hinum Evrópumótunum í Finnlandi og Svíþjóð. Límmiðar og límmiðabækur Panini hafa lengi verið hluti af stórmótum karlafótboltans en núna fá stelpurnar líka að vera með.

Það verður þannig hægt að safna límmiðum með Evrópu-stelpunum okkar í sumar.

Þetta er fyrsta Evrópumót kvenna sem Panini fer í samstarf með en fyrirtækið gaf einnig út svona límmiðabók í kringum við HM kvenna í Kanada sumarið 2015.







Alls verða gefnir út 334 límmiðar með myndum af leikmönnum og þjálfurum liðanna en tuttugu myndir verða hjá hverri af þeim sextán þjóðum sem náðu að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í ár.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ekki búinn að velja Evrópuhópinn sinn og því verður fróðlegt að sjá hvaða íslensku stelpur fá á sig límmiða í límmiðabók Panini.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×