Getur varla beðið eftir að vínylplatan detti í hús Benedikt Bóas skrifar 6. júní 2017 09:00 Bubbi heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag. „Það er plata og það er afmæli og það áttu að vera tónleikar líka í dag en þeir verða því miður ekki,“ segir tónlistarmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Bubbi Morthens sem heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag og gefur út plötuna Túngumál. Bubbi hefur oftar en ekki haldið tónleika á afmælinu sínu en núna fær hann óvænt frí. „Ætli ég taki ekki fólkið mitt út að borða. Minn uppáhaldsmatur er indverskur og Austur-Indíafjelagið er einn besti indverski veitingastaður í Evrópu, það get ég vottað. Ég er búinn að prófa þá marga og það sem gerist þar inni eru einhverjir töfrar sem ég veit ekki hverjir eru en þeir finnast á bragðinu. Svo segi ég kannski bara við krakkana að þau ráði,“ bætir hann við. Platan Túngumál er nokkur óður til fortíðar því Bubbi leitar til áhrifavalda sem hann kynntist þegar hann vann á vertíð. „Þá var ég svolítið að hlusta á þjóðlagatónlist meðal annars frá Síle og Paragvæ og mexíkóskt rokk. Það var klikkað dæmi og er ennþá. Í Mexíkó eiga þeir mikið af alvöru böndum sem nota tremóló gítara. Í dag hefur það rokk þróast þannig að böndin semja hetjuóð um eiturlyfjabaróna. Ég sæki áhrif úr allri þessari tónlistarflóru og bind hana með mínum eigin hljóðheim þannig að útkoman verður einhvers konar grautur en mjög Bubbaleg tónlist engu að síður. Hún er mjög heilsteypt því ég bind öll lögin með þessum tremóló gítar. Þetta er gítarhljóð sem hljómar í True Detective sem margir kannast svo við. Svo verða bónuslög, eitt er tribute lag til Leonard Cohen og heitir bara Cohen blús og annað sem heitir Guð blessi Ísland og tengist hruninu.“ Túngumál kemur út í júlí á vínyl og segir Bubbi að hljóðblöndunin hafi verið með vínyl í huga. „Vínylplatan hefur svolítið komið aftur vegna þess að það er mikill munur á gæðum, ef það er hlustað á gripinn í góðum gæðum. Vínylformatið er gripur sem er listræn heild. Það er athöfn að hlusta á vínylplötu. Sumir taka sér bók í hönd, aðrir fá sér rautt eða hvað sem er og vínylplatan er í þeim flokki. Það þarf næði til að hlusta á vínylplötu. Ég get ekki beðið eftir að fá vínylplötuna í hendurnar, setjast niður og njóta hvers tóns,“ segir afmælisbarnið Bubbi að lokum. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Það er plata og það er afmæli og það áttu að vera tónleikar líka í dag en þeir verða því miður ekki,“ segir tónlistarmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Bubbi Morthens sem heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag og gefur út plötuna Túngumál. Bubbi hefur oftar en ekki haldið tónleika á afmælinu sínu en núna fær hann óvænt frí. „Ætli ég taki ekki fólkið mitt út að borða. Minn uppáhaldsmatur er indverskur og Austur-Indíafjelagið er einn besti indverski veitingastaður í Evrópu, það get ég vottað. Ég er búinn að prófa þá marga og það sem gerist þar inni eru einhverjir töfrar sem ég veit ekki hverjir eru en þeir finnast á bragðinu. Svo segi ég kannski bara við krakkana að þau ráði,“ bætir hann við. Platan Túngumál er nokkur óður til fortíðar því Bubbi leitar til áhrifavalda sem hann kynntist þegar hann vann á vertíð. „Þá var ég svolítið að hlusta á þjóðlagatónlist meðal annars frá Síle og Paragvæ og mexíkóskt rokk. Það var klikkað dæmi og er ennþá. Í Mexíkó eiga þeir mikið af alvöru böndum sem nota tremóló gítara. Í dag hefur það rokk þróast þannig að böndin semja hetjuóð um eiturlyfjabaróna. Ég sæki áhrif úr allri þessari tónlistarflóru og bind hana með mínum eigin hljóðheim þannig að útkoman verður einhvers konar grautur en mjög Bubbaleg tónlist engu að síður. Hún er mjög heilsteypt því ég bind öll lögin með þessum tremóló gítar. Þetta er gítarhljóð sem hljómar í True Detective sem margir kannast svo við. Svo verða bónuslög, eitt er tribute lag til Leonard Cohen og heitir bara Cohen blús og annað sem heitir Guð blessi Ísland og tengist hruninu.“ Túngumál kemur út í júlí á vínyl og segir Bubbi að hljóðblöndunin hafi verið með vínyl í huga. „Vínylplatan hefur svolítið komið aftur vegna þess að það er mikill munur á gæðum, ef það er hlustað á gripinn í góðum gæðum. Vínylformatið er gripur sem er listræn heild. Það er athöfn að hlusta á vínylplötu. Sumir taka sér bók í hönd, aðrir fá sér rautt eða hvað sem er og vínylplatan er í þeim flokki. Það þarf næði til að hlusta á vínylplötu. Ég get ekki beðið eftir að fá vínylplötuna í hendurnar, setjast niður og njóta hvers tóns,“ segir afmælisbarnið Bubbi að lokum.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira