Enski boltinn

Fótboltaheimurinn minnist Tioté

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cheick Tioté fagnar eina marki sínu fyrir Newcastle sem kom í 4-4 jafntefli gegn Arsenal.
Cheick Tioté fagnar eina marki sínu fyrir Newcastle sem kom í 4-4 jafntefli gegn Arsenal. vísir/getty
Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, lést í dag, þrítugur að aldri.



Tioté hneig niður á æfingu kínverska B-deildarliðinu Bejiing Enterprises í dag. Hann var fluttur í snarhasti á sjúkrahús en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Tioté lék í sjö ár með Newcastle, alls 156 leiki og skoraði eitt mark, í frægu 4-4 jafntefli gegn Arsenal 2011.

Fílbeinsstrendingurinn gekk í raðir Bejiing Enterprises í febrúar og lék 11 leiki með liðinu í kínversku B-deildinni.

Fjölmargir hafa minnst Tioté á Twitter í dag, þ.á.m. Alan Shearer, Vincent Kompany og Gary Lineker. Brot af þeim kveðjum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×