Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 14:47 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira