Gæti fengið áætlunina aftur í hausinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Theresa May á kosningafundi í Derby á dögunum. vísir/epa Ör sú sem Thereasa May skaut í átt að Verkamannaflokknum, með því að flýta þingkosningum, gæti verið að breytast í bjúgverpil sem stefnir í átt að henni. Bilið milli flokkanna tveggja hefur minnkað mjög á síðustu dögum í könnunum. Kosningarnar fara fram fimmtudaginn 8. júní. Um miðjan apríl boðaði forsætisráðherrann May óvænt til þingkosninga í Bretlandi. Markmiðið með kosningunum var að sækja aukið lýðræðislegt umboð vegna samningaviðræðna um útgöngu Breta úr ESB. Á þeim tíma benti ekkert til annars en að Íhaldsflokkurinn myndi hljóta afar öruggan meirihluta. Miðað við kannanir var staða Íhaldsflokksins sambærileg við það sem hún hafði verið fyrir kosningarnar 1983. Þá vann Margaret Thatcher einn stærsta sigur í sögu flokksins. Á undanförnum dögum hefur staðan hins vegar breyst til muna. Fylgi við Verkamannaflokkinn hefur aukist jafnt og þétt á meðan Íhaldsflokkurinn hefur tekið skarpa dýfu. Könnun YouGov, sem birtist fyrir skemmstu, gaf til kynna að Íhaldsflokkurinn gæti tapað meirihlutanum sem hann hefur nú. Munurinn á milli risanna tveggja mælist aðeins þrjú prósent í könnuninni. Íhaldsflokkurinn hlaut 330 þingsæti, af 650, í kosningunum 2015 en könnunin bendir til þess að tuttugu sæti muni tapast. Á móti er áætlað að Verkamannaflokkurinn bæti við sig tæplega þrjátíu þingmönnum. Kannanir ýmissa annarra fyrirtækja og fjölmiðla hafa líka sýnt að Verkamannaflokknum vex ásmegin en munurinn er mismikill milli fyrirtækja. Flestar sýna þær mun um og yfir tíu prósent. Sökum einmenningskjördæmafyrirkomulagsins getur verið erfitt að áætla þingmannafjölda út frá mælingunum. Skoski þjóðarflokkurinn hlaut til að mynda aðeins 4,7 prósent atkvæða síðast en 56 þingsæti. Kannanir benda nú til þess að hann takist að halda í horfinu. Í gegnum tíðina hafa skoðanakannanir gefið kolranga mynd af endanlegri niðurstöðu. Sú var til að mynda raunin árið 2015 en þá benti allt til þess að pattstaða kæmi upp eftir talningu atkvæða. Raunin varð önnur. Eftir niðurstöðuna endurskoðuðu flest fyrirtæki þær aðferðir og formúlur sem liggja til grundvallar könnunum. Meðal annars er nú tekið aukið mið af aldri, menntun og hve líklegir mismunandi hópar samfélagsins eru til að mæta á kjörstað. Leiðtogar flokkanna tveggja, Theresa May og Jeremy Corbyn, mættust í spurningaþætti í gærkvöldi en sú fyrrnefnda hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að vilja ekki mæta andstæðingi sínum í kappræðum. „Ég kýs frekar að tala við kjósendur augliti til auglitis í stað þess að taka þátt í rökræðum þar sem stjórnmálamenn rífast hver við annan,“ sagði May í gær. Hún bætti því við að hún hefði ekki sérstakar áhyggjur af niðurstöðum kannana því eina útkoman sem skipti máli væri sú sem yrði ljós næstkomandi fimmtudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Ör sú sem Thereasa May skaut í átt að Verkamannaflokknum, með því að flýta þingkosningum, gæti verið að breytast í bjúgverpil sem stefnir í átt að henni. Bilið milli flokkanna tveggja hefur minnkað mjög á síðustu dögum í könnunum. Kosningarnar fara fram fimmtudaginn 8. júní. Um miðjan apríl boðaði forsætisráðherrann May óvænt til þingkosninga í Bretlandi. Markmiðið með kosningunum var að sækja aukið lýðræðislegt umboð vegna samningaviðræðna um útgöngu Breta úr ESB. Á þeim tíma benti ekkert til annars en að Íhaldsflokkurinn myndi hljóta afar öruggan meirihluta. Miðað við kannanir var staða Íhaldsflokksins sambærileg við það sem hún hafði verið fyrir kosningarnar 1983. Þá vann Margaret Thatcher einn stærsta sigur í sögu flokksins. Á undanförnum dögum hefur staðan hins vegar breyst til muna. Fylgi við Verkamannaflokkinn hefur aukist jafnt og þétt á meðan Íhaldsflokkurinn hefur tekið skarpa dýfu. Könnun YouGov, sem birtist fyrir skemmstu, gaf til kynna að Íhaldsflokkurinn gæti tapað meirihlutanum sem hann hefur nú. Munurinn á milli risanna tveggja mælist aðeins þrjú prósent í könnuninni. Íhaldsflokkurinn hlaut 330 þingsæti, af 650, í kosningunum 2015 en könnunin bendir til þess að tuttugu sæti muni tapast. Á móti er áætlað að Verkamannaflokkurinn bæti við sig tæplega þrjátíu þingmönnum. Kannanir ýmissa annarra fyrirtækja og fjölmiðla hafa líka sýnt að Verkamannaflokknum vex ásmegin en munurinn er mismikill milli fyrirtækja. Flestar sýna þær mun um og yfir tíu prósent. Sökum einmenningskjördæmafyrirkomulagsins getur verið erfitt að áætla þingmannafjölda út frá mælingunum. Skoski þjóðarflokkurinn hlaut til að mynda aðeins 4,7 prósent atkvæða síðast en 56 þingsæti. Kannanir benda nú til þess að hann takist að halda í horfinu. Í gegnum tíðina hafa skoðanakannanir gefið kolranga mynd af endanlegri niðurstöðu. Sú var til að mynda raunin árið 2015 en þá benti allt til þess að pattstaða kæmi upp eftir talningu atkvæða. Raunin varð önnur. Eftir niðurstöðuna endurskoðuðu flest fyrirtæki þær aðferðir og formúlur sem liggja til grundvallar könnunum. Meðal annars er nú tekið aukið mið af aldri, menntun og hve líklegir mismunandi hópar samfélagsins eru til að mæta á kjörstað. Leiðtogar flokkanna tveggja, Theresa May og Jeremy Corbyn, mættust í spurningaþætti í gærkvöldi en sú fyrrnefnda hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að vilja ekki mæta andstæðingi sínum í kappræðum. „Ég kýs frekar að tala við kjósendur augliti til auglitis í stað þess að taka þátt í rökræðum þar sem stjórnmálamenn rífast hver við annan,“ sagði May í gær. Hún bætti því við að hún hefði ekki sérstakar áhyggjur af niðurstöðum kannana því eina útkoman sem skipti máli væri sú sem yrði ljós næstkomandi fimmtudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira