Sóknarþungi leggst á varnarmúr Benedikt Bóas skrifar 3. júní 2017 13:00 Ronaldo hefur skorað 103 mörk í 138 Meistaradeildarleikjum þar af sjö þrennur. Þar af eru 52 mörk í útsláttarkeppninni. Juventus er hins vegar ekki mikið fyrir að fá mörk á sig. vísir/epa/epa Gianluca Buffon, markvörður Juventus, getur orðið elsti sigurvegari í Meistaradeildinni fagni Juventus sigri. Buffon hefur aðeins þurft að hirða boltann þrisvar sinnum úr netinu hjá sér það sem af er Meistaradeildinni. Það er ótrúlegt afrek. Til að komast í úrslitin hló Juventus að sóknarleik Barcelona og þar áður að Mónakó. Ekkert lið hafði vogað sér að brosa yfir því að þurfa að mæta þessum tveimur liðum. Og nú tekst þetta stórkostlega varnarlið á við sóknarlínu Real Madrid sem hefur raðað inn heilum 32 mörkum. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Juventus þegar Buffon gamli æfði ekki á mánudag. Buffon leið eitthvað illa og ákvað að fara í sjúkraþjálfun. Hann hefur reyndar æft vel síðan og sagði í vikunni að líkaminn og hugur væru í lagi. Góðvinur hans, Alessandro del Piero, sagði í vikunni að Buffon væri með þennan bikar á heilanum. Hann væri sá eini sem vantaði í bikarasafn Buffon. „Svona leikir vinnast á smáatriðum. Stór nöfn geta gert út um leiki eins og Dybala, Ronaldo, Higuain og auðvitað Buffon. Hann þráir ekkert heitar en að vinna þennan leik,“ sagði Del Piero við Marca. Hann ræddi þar einnig um samband sitt við Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid, sem eins og flestir vita var leikmaður Juventus hér í gamla daga. Síðan Zidane settist í sjóðheitt þjálfarasæti hjá Real Madrid hefur hann skilað deildartitli, Meistaradeildartitli, Ofurbikar Evrópu og unnið HM félagsliða. Zidane lærði sína iðn sem aðstoðarmaður góðvinar síns Carlos Ancelotti og auðvitað Marcelos Lippi. Zidane gaf sínum leikmönnum helgarfrí um síðustu helgi og hóf svo undirbúning. Hafi einhver efast um hversu granítharður þjálfari Zidane væri þá mátti glitta í þá hörðu hlið í vikunni. „Á miðvikudag, bak við luktar dyr munum við byrja að fínpússa undirbúning okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi. Hann var frekar þurr á manninn og gaf lítið upp. Bað hann fjölmiðlamenn svo að vera fljóta að ganga frá eftir sig – annars myndu þeir sjá eftir því. Zidane bað leikmenn sína að tala aðeins um úrslitaleikinn og Juventus í aðdraganda leiksins. Ekkert annað. Samningaviðræður hafa verið settar á ís við allt og alla og bað þjálfarinn leikmenn að virða það. Eftir leikinn væri nægur tími til að hafa gaman og skvetta í síg ærlegum sigurlaunum og ræða um framtíðina. Til að fá móralinn í lag bauð hann leikmönnum og fjölskyldum þeirra í mat á veitingastaðnum Mallorca þar sem kjöt og fiskur var í boði. Allir fóru heim með gjafir og börn leikmanna fengu sérstakar Real Madrid treyjur. „Ég vil vera hér áfram og ég held að félagið sé sama sinnis. Ég er bara að einbeita mér að laugardeginum og engu öðru. Ég spilaði í fimm ár með Juventus og á dásamlegar minningar þaðan en ég einbeiti mér að því að vinna þennan titil fyrir Real Madrid,“ sagði Zidane á blaðamannafundinum. Zidane getur orðið fyrsti þjálfarinn sem vinnur Meistaradeildina tvö ár í röð.Cardiff er ekki stór borg eða fjölmenn. En völlurinn er glæsilegur og hefur áður hýst úrslitaleiki sem hafa heppnast mjög vel. Reyndar er það svo að það lið sem hefur verið í heimaliðsklefanum hefur alltaf unnið þessa úrslitaleiki eða í 11 skipti. Þak verður sett yfir völlinn og er það gert vegna öryggisráðstafana. Það hefur aldrei áður verið gert. Um 170 þúsund stuðningsmenn eru mættir og ljóst að ekki eru allir með miða en völlurinn tekur 74 þúsund manns. Eðlilega er gríðarleg öryggisgæsla á vellinum og í kringum hann og þeir sem eiga miða eru hvattir til að vera komnir inn á völlinn tveimur klukkustundum fyrir upphafsspyrnuna. Öryggisleitin mun taka einhvern tíma sagði í tilkynningu velska knattspyrnusambandsins. Reyndar hefur verið gagnrýnt að leikurinn fari fram í Cardiff því hótel eru af skornum skammti, almenningssamgöngur strjálar og flestir stuðningsmenn þurfa að fljúga frá Birmingham eða Bristol sem eins og flestir vita er töluverður spotti frá Cardiff. Innanvallar er þó allt í blóma. „Vörnin vinnur titla,“ segir einhvers staðar og vörn Juventus hefur verið stórkostleg allt tímabilið með gamla Buffon í markinu. Mögulega á það aldrei jafn vel við og nú. Mun sóknarleik Real Madrid takast að brjóta varnarmúrinn á bak aftur? Stórt er spurt og mun svarið koma í ljós þegar Þjóðverjinn Felix Brych blæs lokaflautið í Meistaradeildinni þetta árið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Gianluca Buffon, markvörður Juventus, getur orðið elsti sigurvegari í Meistaradeildinni fagni Juventus sigri. Buffon hefur aðeins þurft að hirða boltann þrisvar sinnum úr netinu hjá sér það sem af er Meistaradeildinni. Það er ótrúlegt afrek. Til að komast í úrslitin hló Juventus að sóknarleik Barcelona og þar áður að Mónakó. Ekkert lið hafði vogað sér að brosa yfir því að þurfa að mæta þessum tveimur liðum. Og nú tekst þetta stórkostlega varnarlið á við sóknarlínu Real Madrid sem hefur raðað inn heilum 32 mörkum. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Juventus þegar Buffon gamli æfði ekki á mánudag. Buffon leið eitthvað illa og ákvað að fara í sjúkraþjálfun. Hann hefur reyndar æft vel síðan og sagði í vikunni að líkaminn og hugur væru í lagi. Góðvinur hans, Alessandro del Piero, sagði í vikunni að Buffon væri með þennan bikar á heilanum. Hann væri sá eini sem vantaði í bikarasafn Buffon. „Svona leikir vinnast á smáatriðum. Stór nöfn geta gert út um leiki eins og Dybala, Ronaldo, Higuain og auðvitað Buffon. Hann þráir ekkert heitar en að vinna þennan leik,“ sagði Del Piero við Marca. Hann ræddi þar einnig um samband sitt við Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid, sem eins og flestir vita var leikmaður Juventus hér í gamla daga. Síðan Zidane settist í sjóðheitt þjálfarasæti hjá Real Madrid hefur hann skilað deildartitli, Meistaradeildartitli, Ofurbikar Evrópu og unnið HM félagsliða. Zidane lærði sína iðn sem aðstoðarmaður góðvinar síns Carlos Ancelotti og auðvitað Marcelos Lippi. Zidane gaf sínum leikmönnum helgarfrí um síðustu helgi og hóf svo undirbúning. Hafi einhver efast um hversu granítharður þjálfari Zidane væri þá mátti glitta í þá hörðu hlið í vikunni. „Á miðvikudag, bak við luktar dyr munum við byrja að fínpússa undirbúning okkar,“ sagði hann á blaðamannafundi. Hann var frekar þurr á manninn og gaf lítið upp. Bað hann fjölmiðlamenn svo að vera fljóta að ganga frá eftir sig – annars myndu þeir sjá eftir því. Zidane bað leikmenn sína að tala aðeins um úrslitaleikinn og Juventus í aðdraganda leiksins. Ekkert annað. Samningaviðræður hafa verið settar á ís við allt og alla og bað þjálfarinn leikmenn að virða það. Eftir leikinn væri nægur tími til að hafa gaman og skvetta í síg ærlegum sigurlaunum og ræða um framtíðina. Til að fá móralinn í lag bauð hann leikmönnum og fjölskyldum þeirra í mat á veitingastaðnum Mallorca þar sem kjöt og fiskur var í boði. Allir fóru heim með gjafir og börn leikmanna fengu sérstakar Real Madrid treyjur. „Ég vil vera hér áfram og ég held að félagið sé sama sinnis. Ég er bara að einbeita mér að laugardeginum og engu öðru. Ég spilaði í fimm ár með Juventus og á dásamlegar minningar þaðan en ég einbeiti mér að því að vinna þennan titil fyrir Real Madrid,“ sagði Zidane á blaðamannafundinum. Zidane getur orðið fyrsti þjálfarinn sem vinnur Meistaradeildina tvö ár í röð.Cardiff er ekki stór borg eða fjölmenn. En völlurinn er glæsilegur og hefur áður hýst úrslitaleiki sem hafa heppnast mjög vel. Reyndar er það svo að það lið sem hefur verið í heimaliðsklefanum hefur alltaf unnið þessa úrslitaleiki eða í 11 skipti. Þak verður sett yfir völlinn og er það gert vegna öryggisráðstafana. Það hefur aldrei áður verið gert. Um 170 þúsund stuðningsmenn eru mættir og ljóst að ekki eru allir með miða en völlurinn tekur 74 þúsund manns. Eðlilega er gríðarleg öryggisgæsla á vellinum og í kringum hann og þeir sem eiga miða eru hvattir til að vera komnir inn á völlinn tveimur klukkustundum fyrir upphafsspyrnuna. Öryggisleitin mun taka einhvern tíma sagði í tilkynningu velska knattspyrnusambandsins. Reyndar hefur verið gagnrýnt að leikurinn fari fram í Cardiff því hótel eru af skornum skammti, almenningssamgöngur strjálar og flestir stuðningsmenn þurfa að fljúga frá Birmingham eða Bristol sem eins og flestir vita er töluverður spotti frá Cardiff. Innanvallar er þó allt í blóma. „Vörnin vinnur titla,“ segir einhvers staðar og vörn Juventus hefur verið stórkostleg allt tímabilið með gamla Buffon í markinu. Mögulega á það aldrei jafn vel við og nú. Mun sóknarleik Real Madrid takast að brjóta varnarmúrinn á bak aftur? Stórt er spurt og mun svarið koma í ljós þegar Þjóðverjinn Felix Brych blæs lokaflautið í Meistaradeildinni þetta árið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira