Fótbolti

Maradona eyðilagði líf mitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er frægasta mark knattspyrnusögunnar.
Þetta er frægasta mark knattspyrnusögunnar. vísir/getty
Aðstoðardómarinn sem sá ekki þegar Diego Maradona skoraði mark með hendi Guðs gegn Englandi á HM 1986 er látinn.

Sá hét Bogdan Dochev og var frá Búlgaríu. Hann var áttræður er hann lést.

Argentína vann leikinn gegn Englandi, 2-1, þökk sé marki Maradona með hendinni. Hann sagði að það hefði verið hendi Guðs sem hefði skorað.

Dómari leiksins, Ali bin Nasser, var frá Túnis og sagðist hafa beðið eftir merki frá Dochev um hvort þetta hefði verið hendi. Það kom ekkert slíkt.

„Diego Maradona eyðilagt líf mitt. Hann er frábær fótboltamaður en lítill maður,“ sagði Dochev sem átti erfiða tíma næstu árin.

„Mér fannst þetta eitthvað gruggugt en á þeim tíma máttu aðstoðardómarar ekki ráðfæra sig um dóma við dómarann. Ef það hefði verið dómari frá Evrópu í þessum leik þá hefði þetta aldrei verið neitt mál.“

Túnisinn sagði aftur á móti að dómaratríóin hefðu fengið skilaboð frá FIFA fyrir mótið að ef aðstoðardómari væri í betri stöðu en dómarinn þá bæri dómaranum að fara eftir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×