Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2017 09:48 Vísindamenn segja að sprungan í Larsen C-íshellunni hafi stækkað gríðarlega á skömmum tíma. Vísir/EPA Sprunga í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu sem vísindamenn hafa haft góðar gætur á undanfarið hefur stækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Útlit er fyrir að risavaxinn jaki úr íshellunni sé við það að brotna frá henni.Gervihnattamælingar benda til þess að sprungan hafi vaxið um tæpa 18 kílómetra frá 25. til 31. maí. Hún á nú aðeins tæpa 13 kílómetra eftir þangað til hún klífur borgarísjaka sem er um fimmfalt stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli. Sprungan er nú um 200 kílómetra löng.Hraðar því að jöklar gangi fram í sjóBrotni ísjakinn risavaxni af tapar Larsen C-íshellan um 10% af flatarmáli sínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærilegir atburður hafa átt sér stað á Larsen A og B íshellunum sem leiddu á endanum til þess að þær brotnuðu algerlega upp. Sömu örlög gætu beðið Larsen C. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að sjávarmál hækki ekki ef ísjakinn brotnar frá hellunni þar sem hann flýtur þegar í sjónum. Ístap af þessu tagi leiði hins vegar til þess að jöklar Suðurskautslandsins gangi hraðar fram í sjó. Tíðindin koma á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist búa sig undir að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að reyna að draga úr og stöðva loftslagsbreytingarnar sem valda meðal annars bráðnun íshettanna á jörðinni.Staðsetning sprungunnar í Larsen C-íshellunni.Kort/Project MIDAS Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Sprunga í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu sem vísindamenn hafa haft góðar gætur á undanfarið hefur stækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Útlit er fyrir að risavaxinn jaki úr íshellunni sé við það að brotna frá henni.Gervihnattamælingar benda til þess að sprungan hafi vaxið um tæpa 18 kílómetra frá 25. til 31. maí. Hún á nú aðeins tæpa 13 kílómetra eftir þangað til hún klífur borgarísjaka sem er um fimmfalt stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli. Sprungan er nú um 200 kílómetra löng.Hraðar því að jöklar gangi fram í sjóBrotni ísjakinn risavaxni af tapar Larsen C-íshellan um 10% af flatarmáli sínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærilegir atburður hafa átt sér stað á Larsen A og B íshellunum sem leiddu á endanum til þess að þær brotnuðu algerlega upp. Sömu örlög gætu beðið Larsen C. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að sjávarmál hækki ekki ef ísjakinn brotnar frá hellunni þar sem hann flýtur þegar í sjónum. Ístap af þessu tagi leiði hins vegar til þess að jöklar Suðurskautslandsins gangi hraðar fram í sjó. Tíðindin koma á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist búa sig undir að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að reyna að draga úr og stöðva loftslagsbreytingarnar sem valda meðal annars bráðnun íshettanna á jörðinni.Staðsetning sprungunnar í Larsen C-íshellunni.Kort/Project MIDAS
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00