Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt 1. júní 2017 08:00 Tímamót, segir forsætisráðherra. vísir/ernir Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær. Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira