Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt 1. júní 2017 08:00 Tímamót, segir forsætisráðherra. vísir/ernir Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær. Alþingi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Alþingi samþykkti fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára klukkan tvö í nótt, með 32 atkvæðum gegn 31, eða með nákvæmum fjölda stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Tillaga Pírata um að vísa áætluninni aftur til ríkisstjórnarinnar var þannig felld, með sama atkvæðahlutfalli, eða 32 atkvæðum gegn 31 einu. Þá voru breytingatillögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna einnig felldar, en stjórnarandstaðan var afar gagnrýnin á ríkisfjármálaáætlunina.Tungan svört Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði á þingfundi í nótt að ekkert vit væri í því að samþykkja áætlunina í óbreyttri mynd. Ekki einu sinni stjórnarliðar hafi trú á henni. „Hún stendur ekki undir þeim væntingum sem voru gefnar hér fyrir kosningar. Hún stendur ekki undir neinni raunverulegri framtíðarsýn fyrir þetta samfélag. Hún boðar algjört metnaðarleysi,“ sagði Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng: „Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert og ef hæstvirtur fjármálaráðherra myndi reka út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, sagði áætlunina sérkennilega og að skynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að fella hana, enda sé áætlunin langt frá væntingum,.Metnaðarfull og framsækin Þá sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að ríkisfjármálaáætlunin væri metnaðarfull, framsækin og um leið aðhaldssöm. Þá sé hann enn að læra og sé tilbúinn til að læra af þeim ábendingum sem þingmenn hafi komið með. „Hún bætir víða í í málaflokknum. Hún styrkir velferðarkerfið. Hún styrkir samgöngukerfið. Ég get vel skilið að marga þingmenn fýsi að leggja meira í hina ýmsu málaflokka. Það viljum við auðvitað öll, leggja gott til mála en við erum í þeirri stöðu að við þurfum að forgangsraða,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnaði samþykktinni undir lok þingfundar. „Það eru tímamót, það er sögulegt í þinginu.“ Þing kemur aftur saman klukkan 11 fyrir hádegi en það er til þess að ræða nánar tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Þingflokkarnir samþykktu frekari umfjöllun um málið upp úr miðnætti í gær.
Alþingi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira