Lögreglan lokaði Ölfusárbrú og maðurinn ók á fullri ferð út í ána Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 11:57 Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak hans. Þar setti hann sig í björgunarlínu og beið þess að verða bjargað á bát. Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en mikil umferð var á meðan á eftirförinni stóð og er mildi að ekki fór verr. Eftirförinni lauk þegar ökumaðurinn keyrði út í Ölfusá en búið var að loka brúnni þannig að hann gat ekki keyrt yfir hana. Hann ók því á fullri ferð vinstra megin við brúna út í ána, þar sem bílinn rak undir brúna þar til hann steytti á steini. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem hann var í línu frá bjögunarsveitum og beið eftir að verða bjargað á bát. Aðspurður segir Ásgeir að ökumaður bílsins hafi keyrt mest á 140 kílómetra hraða á klukkustund og var hraðinn slíkur að lögreglan gat ekki stöðvað för bílsins með því að aka utan í hann. „Það var sett upp naglamotta í nágrenni við Hveragerði en hann náði að aka framhjá henni,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá tókst heldur ekki að snúa bifreiðinni við. „Hann var frá því að vera á 50 til 60 kílómetra hraða og alveg upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund. Það var mikil umferð og því skapaðist mikil almannahætta við þetta og það má því segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var.“ Ásgeir segir að sér sé ekki kunnugt um að maðurinn hafi ekið utan í aðra bíla á meðan á eftirförinni stóð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en segir að málið verði nú rannsakað af lögreglu og meðal annars tekin sýni úr manninum. Eftirförin hófst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Reykjavík.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar manninum var bjargað. Tengdar fréttir Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en mikil umferð var á meðan á eftirförinni stóð og er mildi að ekki fór verr. Eftirförinni lauk þegar ökumaðurinn keyrði út í Ölfusá en búið var að loka brúnni þannig að hann gat ekki keyrt yfir hana. Hann ók því á fullri ferð vinstra megin við brúna út í ána, þar sem bílinn rak undir brúna þar til hann steytti á steini. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem hann var í línu frá bjögunarsveitum og beið eftir að verða bjargað á bát. Aðspurður segir Ásgeir að ökumaður bílsins hafi keyrt mest á 140 kílómetra hraða á klukkustund og var hraðinn slíkur að lögreglan gat ekki stöðvað för bílsins með því að aka utan í hann. „Það var sett upp naglamotta í nágrenni við Hveragerði en hann náði að aka framhjá henni,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá tókst heldur ekki að snúa bifreiðinni við. „Hann var frá því að vera á 50 til 60 kílómetra hraða og alveg upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund. Það var mikil umferð og því skapaðist mikil almannahætta við þetta og það má því segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var.“ Ásgeir segir að sér sé ekki kunnugt um að maðurinn hafi ekið utan í aðra bíla á meðan á eftirförinni stóð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en segir að málið verði nú rannsakað af lögreglu og meðal annars tekin sýni úr manninum. Eftirförin hófst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Reykjavík.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar manninum var bjargað.
Tengdar fréttir Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38
Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36
Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21