Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 09:18 Skjáskot úr öryggismyndavél sem birt er í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og sýnir flugvélina skömmu áður en hún brotlenti. Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í dag. Tveir menn fórust í flugslysinu, flugstjóri og sjúkraflutningamaður. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn en flugvélin var sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, eyðilagðist í slysinu. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt en flugferðinni lauk með því að vélin brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg.Skörp vinstri beygja framkvæmd í lítilli hæð Í samantekt skýrslunnar, sem gefin er út á ensku, segir að tilgangur þess að fljúga yfir bæinn hafi verið að fljúga yfir akstursíþróttabrautina sem flugstjórinn þekkti. Þar sem flugvélin nálgaðist brautina tók hún skarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að flug vélarinnar yfir akstursíþróttabrautina var illa skipulagt og ekki í samræmi við flugrekstrarhandbækur. Beygjan var framkvæmd í svo lítilli hæð og var svo skörp að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni og gátu ekki leiðrétt beygjuna með þeim afleiðingum að vélin brotlenti. Það er mat Rannsóknarnefndar samgönguslysa að mannlegi þátturinn hafi spilað stórt hlutverk í slysinu. Ekki hafi verið nægilega góð samvinna á milli áhafnarinnar og flugið yfir akstursíþróttabrautinni ekki verið nægilega vel skipulagt. Þetta gerði það að verkum að áhöfnin gat ekki tekið réttar ákvarðanir í tæka tíð.„Léttir að rannsókn sé lokið“Mýflug sendi frá sér tilkynningu skömmu eftir að skýrslan var birt. Í henni segir: Það er mikill léttir að rannsókn sé lokið. Félagið færir RNSA innilegar þakkir fyrirþá miklu vinnu sem lögð hefur verið í rannsóknina. Mýflug hefur frá upphafi lagt kapp á að vinna með RNSA og hefur félagið veitt allaþá aðstoð sem talið hefur verið að gæti gagnast. Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtakisig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldreiverði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar ogumfjöllunar um hana. Á meðan á rannsókn stóð yfir hefur félagið, eftir bestu getu, litið í eigin barm.Meðal annars með aðstoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli hefur RNSA ogSamgöngustofu verið haldið upplýstum og þeim kynnt vinnan, sem og breytingarsem af henni hafa leitt. Nú þegar skýrslan er komin munum við í samstarfi viðþessa sömu aðila sjá til þess að tillögum í öryggisátt verði fylgt í hvívetna. Hér fyrir neðan má sjá myndband af slysinu sem fréttastofa Stöðvar 2 birti í janúar 2014. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í dag. Tveir menn fórust í flugslysinu, flugstjóri og sjúkraflutningamaður. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn en flugvélin var sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, eyðilagðist í slysinu. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt en flugferðinni lauk með því að vélin brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg.Skörp vinstri beygja framkvæmd í lítilli hæð Í samantekt skýrslunnar, sem gefin er út á ensku, segir að tilgangur þess að fljúga yfir bæinn hafi verið að fljúga yfir akstursíþróttabrautina sem flugstjórinn þekkti. Þar sem flugvélin nálgaðist brautina tók hún skarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að flug vélarinnar yfir akstursíþróttabrautina var illa skipulagt og ekki í samræmi við flugrekstrarhandbækur. Beygjan var framkvæmd í svo lítilli hæð og var svo skörp að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni og gátu ekki leiðrétt beygjuna með þeim afleiðingum að vélin brotlenti. Það er mat Rannsóknarnefndar samgönguslysa að mannlegi þátturinn hafi spilað stórt hlutverk í slysinu. Ekki hafi verið nægilega góð samvinna á milli áhafnarinnar og flugið yfir akstursíþróttabrautinni ekki verið nægilega vel skipulagt. Þetta gerði það að verkum að áhöfnin gat ekki tekið réttar ákvarðanir í tæka tíð.„Léttir að rannsókn sé lokið“Mýflug sendi frá sér tilkynningu skömmu eftir að skýrslan var birt. Í henni segir: Það er mikill léttir að rannsókn sé lokið. Félagið færir RNSA innilegar þakkir fyrirþá miklu vinnu sem lögð hefur verið í rannsóknina. Mýflug hefur frá upphafi lagt kapp á að vinna með RNSA og hefur félagið veitt allaþá aðstoð sem talið hefur verið að gæti gagnast. Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtakisig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldreiverði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar ogumfjöllunar um hana. Á meðan á rannsókn stóð yfir hefur félagið, eftir bestu getu, litið í eigin barm.Meðal annars með aðstoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli hefur RNSA ogSamgöngustofu verið haldið upplýstum og þeim kynnt vinnan, sem og breytingarsem af henni hafa leitt. Nú þegar skýrslan er komin munum við í samstarfi viðþessa sömu aðila sjá til þess að tillögum í öryggisátt verði fylgt í hvívetna. Hér fyrir neðan má sjá myndband af slysinu sem fréttastofa Stöðvar 2 birti í janúar 2014.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15