Aníta Hinriksdóttir var hársbreidd frá því að bæta fjögurra daga gamalt Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Stokkhólmi í dag.
Aníta kom í mark á 2:00,06 mínútum og endaði í 7. sæti.
Aníta bætti Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Osló á fimmtudaginn. Þá hljóp hún á 2:00,05 mínútum.
Aníta var því eins nálægt því og hægt er að jafna eða bæta Íslandsmetið sitt.
Francine Niyonsaba, silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, varð hlutskörpust í hlaupinu í dag á 1:59,11.
Lovisa Lindh frá Svíþjóð varð önnur (1:59,41) og Svisslendingurinn Selina Büchel þriðja (1:59,66).
Sport
Aníta hársbreidd frá því að slá Íslandsmetið sem hún setti á fimmtudaginn
Tengdar fréttir
Ótrúlegir fimm dagar Anítu
Aníta Hinriksdóttir bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi um níu hundraðshluta úr sekúndu á Demantamóti í Ósló í gær. Hlaupið var sterkt og reynslan því afar mikilvæg fyrir Anítu sem er með nóg af verkefnum í sumar.
Aníta fékk boð á annað Demantamót
Íslenska hlaupadrottningin bætir Demantamóti í Stokkhólmi við mótið í Ósló.
Aníta sló sitt annað Íslandsmet á síðustu fimm dögum
Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Osló í kvöld.
Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet í dag
Aníta Hinriksdóttir sló í dag Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi en gamla metið var orðið 30 ára gamalt.