Erlent

Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sextíu og tveir eru látnir í skógareldunum í Portúgal.
Sextíu og tveir eru látnir í skógareldunum í Portúgal. Visir/AFP
Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að sextíu og tveir hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki.

Forsætisráðherra landsins, Antonio Costa hafði þetta að segja um skógareldana:

„Því miður virðist þetta vera versti harmleikurinn af völdum skógarelda sem við höfum séð undanfarin ár.“



Börn eru á meðal þeirra sem fórust. Fjöldi fólks brann inni í bílum sínum þegar reynt var að flýja af hættusvæðinu. Hundruð slökkviliðsmanna reyna nú að ráða niðurlögum eldsins og eru átta slökkviliðsmenn á meðal þeirra sem slasast hafa í eldsvoðanum. Yfir fimmtíu manns hafa hlotið skaða af völdum skógareldanna.

Myndefnið frá breska ríkisútvarpinu BBC sýnir hvernig er umhorfs í Portúgal þar sem skógareldar geysa og slökkviliðið að störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×