Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 17:04 Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar. En, nú skal bregðast við því með gjaldtöku. Vísir Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“ Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira