Enski boltinn

Telur Perisic fullkominn fyrir Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ivan Perisic í leik með Inter.
Ivan Perisic í leik með Inter. vísir/getty
Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Perisic er ofarlega á óskalista José Mourinho hjá Manchester United en hann hefur verið orðaður við enska félagið í nokkra mánuði.

Talið er að Inter vilji fá ríflega 40 milljónir punda fyrir leikmanninn sem skoraði ellefu mörk og lagði upp önnur ellefu fyrir Inter á síðustu leiktíð í ítölsku A-deildinni.

Rene Meulensteen, fyrrverandi aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United, er mikill aðdáandi Króatans og telur hann henta vel inn í United-liðið.

„Perisic er reynslumikill, hefur hraða og getur komið inn í liðið og búið til hluti. Hann er góður á boltann, getur tekið menn á og er frábær sendingamaður,“ segir Hollendingurinn sem var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá United.

„Það er mikilvægt fyrir United að vera með mann sem getur opnað varnir mótherjanna með einni sendingu og það getur Perisic. Hann getur komið inn með meiri ógn á markið,“ segir Rene Meulensteen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×