Fótbolti

Kistu Tiote flogið til Fílabeinsstrandarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kista Tiote er hér í flugstöðinni í heimalandinu þar sem hundruðir mættu.
Kista Tiote er hér í flugstöðinni í heimalandinu þar sem hundruðir mættu. vísir/afp
Líki knattspyrnukappans Cheick Tiote hefur verið flogið til heimalands hans, Fílabeinsstrandarinnar, frá Kína svo hægt sé að jarða hann í heimalandinu.

Hinn þrítugi Tiote var bráðkvaddur á dögunum. Hann var þá staddur í Peking þar sem hann lék með Beijing Enterprises. Hann fékk hjartaáfall á æfingu og lést.

Tiote lék með Newcastle frá 2010 til 2017 og náði einnig að spila 55 landsleiki fyrir Fílabeinsströndina.

Hundruðir biðu á flugvellinum í Abidjan er kista Tiote lenti þar. Þar á meðal Wilfried Bony,  leikmaður Man. City, Kolo Toure, leikmaður Celtic, og svo Gervinho, fyrrum leikmaður Arsenal.

Fjölskylda Tiote vill jarða hann í heimabæ sínum en knattspyrnusambandið vill jarða hann í höfuðborginni þannig að það er ekki alveg ljóst hvar hann mun leggjast til hinstu hvílu.


Tengdar fréttir

Var með fallegasta brosið í fótboltanum

Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×