Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Benedikt Bóas skrifar 16. júní 2017 07:00 Miðbær Ísafjarðarbæjar, stærsta þéttbýliskjarna Vestfjarða. vísir/pjetur „Mér finnst Skandinavía vera horfin. Það var mjög vel bókað í kringum áramótin en þegar hamborgarinn er kominn í um 25 evrur þá sér maður nánast bókanir hverfa af bókunarsíðunum. Þetta er í kringum 35-40 prósenta fækkun á gestum,“ segir Árni Sigurpálsson, hótelstjóri á hinu sögufræga Hótel Bjarkalundi. Júnímánuður hefur farið illa af stað fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum og er mikið um afbókanir. Munurinn á júní á milli ára er mikill. Hrannar Pétursson sem á sæti í stjórn Íslandsstofu, benti á þetta í þætti á Hringbraut. Birna Mjöll Atladóttir, hótelstjóri á Hótel Breiðavík, tekur undir að gestum hafi fækkað sem og Soffía Haraldsdóttir, eigandi Hótels Flókalundar. Þær voru ekki búnar að reikna nákvæma tölu. „Ég held að þetta sé gengið, lengi vel hélt ég að þetta væri vegna Baldurs og vildi trúa því en það getur ekki útskýrt allt. Júní hefur verið mjög dapur en það glæðist nú eftir helgi,“ segir Birna en hún er með þremur færri stöðugildi í ár en á sama tíma í fyrra. Árni hefur þegar sagt upp fólki. „Það er ekkert að gera. Ég hef talað við marga víða um land og það er sama sagan. Það hefur alveg komið upp í kollinn að skella bara í lás. Ef þetta lagast ekki þá er enginn rekstrargrundvöllur. Þá á maður ekki fyrir mánaðarlaunum,“ segir Árni sem tók við rekstrinum á hótelinu árið 2005. Íslendingar þekkja hótelið hans vel úr Vaktaseríunni. „Vorið er búið að vera kalt en þetta er áhyggjuefni því gengið er svo kolruglað. Ég tengi þessa fækkun bara genginu. Ég hef aldrei þurft að segja upp fólki í júní og mér líst ekkert á framhaldið. Kannski lagast þetta, sumarið er jú að byrja, en miðað við í fyrra er þetta mikil fækkun,“ segir hann. Soffía Haraldsdóttir hjá Hótel Flókalundi bendir á að fólk sem hafi bókað í gegnum bókunarvefi sé duglegast að afbóka. „Það sér að þetta kostar mikið. Fólk er ekki viljugt til að stoppa lengur því það er ekki til í að borga tugi evra fyrir mat. Það er hægt að fara með alla fjölskylduna út að borða fyrir 30 evrur í útlöndum. Ísskápsseglar sem kosta eina evru í Evrópu kosta 15-20 evrur hér á Íslandi. Útlendingar skila honum bara aftur þegar þeir sjá verðið.“ Hún segir að umferðin sé mikil en fólk ferðist saman og sé með innkaupapokana úr Bónus. „Það kemur ekki inn nema til að kaupa sér kaffibolla. Það er mikið af húsbílum núna á vegunum. Asíubúar eru mikið á húsbílum, stundum 7-8 saman og eru ekki til í að borga fyrir tjaldstæðisnóttina. Þegar maður bankar á gluggann þá fara þau bara burt. Ég held að við séum með fullt af fólki sem er komið til landsins sem er ekki til í að borga neitt fyrir það.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. 30. maí 2017 21:15 Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40 Ísland líklega dýrasta land í heimi Ísland er sennilega orðið dýrasta land í heimi sökum mikillar styrkingar krónunnar og er hið svokallaða bjórgengi hennar sérstaklega hátt. 2. júní 2017 20:00 Ferðamenn á Íslandi: „Þetta var versta nótt lífs míns“ Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Ísland á hverju ári og eru þeir misjafnlega sáttir með dvölina. Levi Corbett hefur verið undanfarna daga hér á landi og setti hann inn myndband á YouTube í gær. 7. júní 2017 11:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Mér finnst Skandinavía vera horfin. Það var mjög vel bókað í kringum áramótin en þegar hamborgarinn er kominn í um 25 evrur þá sér maður nánast bókanir hverfa af bókunarsíðunum. Þetta er í kringum 35-40 prósenta fækkun á gestum,“ segir Árni Sigurpálsson, hótelstjóri á hinu sögufræga Hótel Bjarkalundi. Júnímánuður hefur farið illa af stað fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum og er mikið um afbókanir. Munurinn á júní á milli ára er mikill. Hrannar Pétursson sem á sæti í stjórn Íslandsstofu, benti á þetta í þætti á Hringbraut. Birna Mjöll Atladóttir, hótelstjóri á Hótel Breiðavík, tekur undir að gestum hafi fækkað sem og Soffía Haraldsdóttir, eigandi Hótels Flókalundar. Þær voru ekki búnar að reikna nákvæma tölu. „Ég held að þetta sé gengið, lengi vel hélt ég að þetta væri vegna Baldurs og vildi trúa því en það getur ekki útskýrt allt. Júní hefur verið mjög dapur en það glæðist nú eftir helgi,“ segir Birna en hún er með þremur færri stöðugildi í ár en á sama tíma í fyrra. Árni hefur þegar sagt upp fólki. „Það er ekkert að gera. Ég hef talað við marga víða um land og það er sama sagan. Það hefur alveg komið upp í kollinn að skella bara í lás. Ef þetta lagast ekki þá er enginn rekstrargrundvöllur. Þá á maður ekki fyrir mánaðarlaunum,“ segir Árni sem tók við rekstrinum á hótelinu árið 2005. Íslendingar þekkja hótelið hans vel úr Vaktaseríunni. „Vorið er búið að vera kalt en þetta er áhyggjuefni því gengið er svo kolruglað. Ég tengi þessa fækkun bara genginu. Ég hef aldrei þurft að segja upp fólki í júní og mér líst ekkert á framhaldið. Kannski lagast þetta, sumarið er jú að byrja, en miðað við í fyrra er þetta mikil fækkun,“ segir hann. Soffía Haraldsdóttir hjá Hótel Flókalundi bendir á að fólk sem hafi bókað í gegnum bókunarvefi sé duglegast að afbóka. „Það sér að þetta kostar mikið. Fólk er ekki viljugt til að stoppa lengur því það er ekki til í að borga tugi evra fyrir mat. Það er hægt að fara með alla fjölskylduna út að borða fyrir 30 evrur í útlöndum. Ísskápsseglar sem kosta eina evru í Evrópu kosta 15-20 evrur hér á Íslandi. Útlendingar skila honum bara aftur þegar þeir sjá verðið.“ Hún segir að umferðin sé mikil en fólk ferðist saman og sé með innkaupapokana úr Bónus. „Það kemur ekki inn nema til að kaupa sér kaffibolla. Það er mikið af húsbílum núna á vegunum. Asíubúar eru mikið á húsbílum, stundum 7-8 saman og eru ekki til í að borga fyrir tjaldstæðisnóttina. Þegar maður bankar á gluggann þá fara þau bara burt. Ég held að við séum með fullt af fólki sem er komið til landsins sem er ekki til í að borga neitt fyrir það.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. 30. maí 2017 21:15 Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40 Ísland líklega dýrasta land í heimi Ísland er sennilega orðið dýrasta land í heimi sökum mikillar styrkingar krónunnar og er hið svokallaða bjórgengi hennar sérstaklega hátt. 2. júní 2017 20:00 Ferðamenn á Íslandi: „Þetta var versta nótt lífs míns“ Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Ísland á hverju ári og eru þeir misjafnlega sáttir með dvölina. Levi Corbett hefur verið undanfarna daga hér á landi og setti hann inn myndband á YouTube í gær. 7. júní 2017 11:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. 30. maí 2017 21:15
Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40
Ísland líklega dýrasta land í heimi Ísland er sennilega orðið dýrasta land í heimi sökum mikillar styrkingar krónunnar og er hið svokallaða bjórgengi hennar sérstaklega hátt. 2. júní 2017 20:00
Ferðamenn á Íslandi: „Þetta var versta nótt lífs míns“ Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Ísland á hverju ári og eru þeir misjafnlega sáttir með dvölina. Levi Corbett hefur verið undanfarna daga hér á landi og setti hann inn myndband á YouTube í gær. 7. júní 2017 11:30