Faðir Warmbier trúir ekki skýringum Norður-Kóreustjórnar Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2017 15:12 Fred Warmbier, faðir Otto, ræddi við fjölmiðla í Ohio fyrr í dag. Vísir/AFP Faðir bandaríska námsmannsins Otto Warmbier segist ekki taka skýringar Norður-Kóreustjórnar um ástæðu dás sonar síns trúanlegar. Foreldrar Warmbier ræddu við fjölmiðla á fréttamannafundi á sjúkrahúsi í Ohio fyrr í dag. Foreldrar Warmbier sögðust hafa fengið þær skýringar að Otto hafi fallið í dá í mars 2016 eftir að hafa fengið svokallaða bótúlíneitrun og hafa innbyrt svefntöflu sem hann fékk að loknum réttarhöldum. Fred Warmbier, faðir Otto, sagði á fréttamannafundinum að Norður-Kóreumenn hafi farið með son sinn á grimmilegan hátt. Sagði hann Otto hafa orðið fyrir alvarlegum taugaskaða en að ástand hans væri stöðugt. Norður-Kóreustjórn sleppti Warmbier lausum fyrr í vikunni eftir að hann hafði verið dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu á síðasta ári fyrir að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar 2016.Otto Warmbier í Norður-Kóreu.Vísir/AFPForeldrar Warmbier sögðust hafa frétt af því fyrst fyrir viku að sonur þeirra hafi verið í dái síðan í mars á síðasta ári, eða í um fimmtán mánuði. Skömmu eftir að Warmbier var handtekinn birtist hann í viðtali á ríkismiðli Norður-Kóreu þar sem hann játaði brot sitt og sagði að kirkjusöfnuður hans í Bandaríkjunum hefði beðið hann um að koma heim með minjagrip. „Jafnvel þó að maður myndi trúa útskýringum þeirra um að bótúlíneitrun og svefntaflan hafi valdið dáinu – og það gerum við ekki – þá er engin afsökun fyrir siðmenntaða þjóð að hafa haldið ástandi hans leyndu og komið í veg fyrir að hann fengi bestu mögulega læknisaðstoð,“ sagði Fred Warmbier. Otto Warmbier stundaði nám í hagfræði við Háskólann í Virginíu þegar hann var handtekinn á ferðalagi sínu til Norður-Kóreu. Tengdar fréttir Warmbier hefur verið í dái síðan í mars í fyrra Bandaríska námsmanninum Otto Warmbier var sleppt úr haldi í Norður-Kóreu fyrr í dag. 13. júní 2017 15:44 Norður-Kóreumenn sleppa bandarískum námsmanni Otto Warmbier var á síðasta ári dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í fyrir glæpi gegn norður-kóreska ríkinu. 13. júní 2017 13:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Faðir bandaríska námsmannsins Otto Warmbier segist ekki taka skýringar Norður-Kóreustjórnar um ástæðu dás sonar síns trúanlegar. Foreldrar Warmbier ræddu við fjölmiðla á fréttamannafundi á sjúkrahúsi í Ohio fyrr í dag. Foreldrar Warmbier sögðust hafa fengið þær skýringar að Otto hafi fallið í dá í mars 2016 eftir að hafa fengið svokallaða bótúlíneitrun og hafa innbyrt svefntöflu sem hann fékk að loknum réttarhöldum. Fred Warmbier, faðir Otto, sagði á fréttamannafundinum að Norður-Kóreumenn hafi farið með son sinn á grimmilegan hátt. Sagði hann Otto hafa orðið fyrir alvarlegum taugaskaða en að ástand hans væri stöðugt. Norður-Kóreustjórn sleppti Warmbier lausum fyrr í vikunni eftir að hann hafði verið dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu á síðasta ári fyrir að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar 2016.Otto Warmbier í Norður-Kóreu.Vísir/AFPForeldrar Warmbier sögðust hafa frétt af því fyrst fyrir viku að sonur þeirra hafi verið í dái síðan í mars á síðasta ári, eða í um fimmtán mánuði. Skömmu eftir að Warmbier var handtekinn birtist hann í viðtali á ríkismiðli Norður-Kóreu þar sem hann játaði brot sitt og sagði að kirkjusöfnuður hans í Bandaríkjunum hefði beðið hann um að koma heim með minjagrip. „Jafnvel þó að maður myndi trúa útskýringum þeirra um að bótúlíneitrun og svefntaflan hafi valdið dáinu – og það gerum við ekki – þá er engin afsökun fyrir siðmenntaða þjóð að hafa haldið ástandi hans leyndu og komið í veg fyrir að hann fengi bestu mögulega læknisaðstoð,“ sagði Fred Warmbier. Otto Warmbier stundaði nám í hagfræði við Háskólann í Virginíu þegar hann var handtekinn á ferðalagi sínu til Norður-Kóreu.
Tengdar fréttir Warmbier hefur verið í dái síðan í mars í fyrra Bandaríska námsmanninum Otto Warmbier var sleppt úr haldi í Norður-Kóreu fyrr í dag. 13. júní 2017 15:44 Norður-Kóreumenn sleppa bandarískum námsmanni Otto Warmbier var á síðasta ári dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í fyrir glæpi gegn norður-kóreska ríkinu. 13. júní 2017 13:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Warmbier hefur verið í dái síðan í mars í fyrra Bandaríska námsmanninum Otto Warmbier var sleppt úr haldi í Norður-Kóreu fyrr í dag. 13. júní 2017 15:44
Norður-Kóreumenn sleppa bandarískum námsmanni Otto Warmbier var á síðasta ári dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í fyrir glæpi gegn norður-kóreska ríkinu. 13. júní 2017 13:46