Hefðu líklega aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 08:00 Jakob Frímann og Printz Board munu halda uppi stuðinu ásamt fleirum á Secret Solstice í kvöld. VÍSIR/ANTON BRINK Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. „Polar Beat er ný íslensk tónlistarstefna sem kynnt verður til leiks í fyrsta sinn annað kvöld,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Stuðmanna. Polar Beat byggir á aðferð sem bændur notuðu til að halda á sér hita forðum daga að sögn Jakobs. „Þetta hefst nú sennilega með því að bændur á miðöldum og sennilega fyrr, allt frá landnámi, byrjuðu að berja sér til hita með tilheyrandi hljóðum og þeir taktföstustu börðu þannig að úr varð tónlist.“ Hann segir mannslíkamann gegna lykilhlutverki í Polar Beat-stefnunni en í henni er líkaminn notaður sem slagverkshljóðfæri.„Mannslíkaminn getur framkallað eiginlega allt litróf hljóðanna og það er grunnurinn í þessari stefnu. Að nota dýrðlegasta og fullkomnasta hljóðfæri sem skapað hefur verið á þessari jörðu sem þýðingarmikinn tóngjafa.“ Á tónleikunum verða svo taktkjaftar eða „beatboxarar“ sveitinni til halds og trausts, ásamt öðrum. „Þeir munu beita sinni tungulipurð og tanngörðum við hljóðmyndun af ýmsum toga.“ Eins og áður sagði verður Printz Board á svæðinu en Jakob segir samstarfið á milli Printz og Stuðmanna hafa gengið eins og í sögu. „Hann hefur verið með okkur í að þróa þetta og taka þetta fastari tökum. Við hefðum að líkindum aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf fyrir þetta teymi. Það er bara eins og hjörtun hafi slegið sem eitt, sitthvorum megin á hnattkúlunni,” útskýrir Jakob sem segir Printz vera mikinn meistara þegar kemur að taktsköpun. Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.10 á morgun á Valhallarsviðinu. „Þetta er ákveðið áhættuatriði, því sumt af því sem þarna verður flutt er skrifað, útfært og flutt en annað verður samið á staðnum.“ Secret Solstice Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. „Polar Beat er ný íslensk tónlistarstefna sem kynnt verður til leiks í fyrsta sinn annað kvöld,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Stuðmanna. Polar Beat byggir á aðferð sem bændur notuðu til að halda á sér hita forðum daga að sögn Jakobs. „Þetta hefst nú sennilega með því að bændur á miðöldum og sennilega fyrr, allt frá landnámi, byrjuðu að berja sér til hita með tilheyrandi hljóðum og þeir taktföstustu börðu þannig að úr varð tónlist.“ Hann segir mannslíkamann gegna lykilhlutverki í Polar Beat-stefnunni en í henni er líkaminn notaður sem slagverkshljóðfæri.„Mannslíkaminn getur framkallað eiginlega allt litróf hljóðanna og það er grunnurinn í þessari stefnu. Að nota dýrðlegasta og fullkomnasta hljóðfæri sem skapað hefur verið á þessari jörðu sem þýðingarmikinn tóngjafa.“ Á tónleikunum verða svo taktkjaftar eða „beatboxarar“ sveitinni til halds og trausts, ásamt öðrum. „Þeir munu beita sinni tungulipurð og tanngörðum við hljóðmyndun af ýmsum toga.“ Eins og áður sagði verður Printz Board á svæðinu en Jakob segir samstarfið á milli Printz og Stuðmanna hafa gengið eins og í sögu. „Hann hefur verið með okkur í að þróa þetta og taka þetta fastari tökum. Við hefðum að líkindum aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf fyrir þetta teymi. Það er bara eins og hjörtun hafi slegið sem eitt, sitthvorum megin á hnattkúlunni,” útskýrir Jakob sem segir Printz vera mikinn meistara þegar kemur að taktsköpun. Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.10 á morgun á Valhallarsviðinu. „Þetta er ákveðið áhættuatriði, því sumt af því sem þarna verður flutt er skrifað, útfært og flutt en annað verður samið á staðnum.“
Secret Solstice Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira